Hátíðirnar með hundinum - notaleg kvöldstund!

desember 15, 2023 1 mínútur að lesa

Þann 12. desember síðastliðinn héldum við notalega stund á kaffihúsi Dýrheima þar sem Albert hundaþjálfari og Theodóra dýrahjúkrunarfræðingur fjölluðu um hátíðarnar með hundinn, fóru yfir ýmis praktísk atriði út frá sjónarhorni hundsins, þjálfun fyrir hátíðirnar ásamt fræðslu um heilsu og meltingarveg bestu vina okkar. 

 

Í gegnum fyrirlesturinn bauðst þátttakendum að spyrja ráða og fá innsýn inn í viðbrögð og líðan dýra annarra á staðnum með því að deila sögum með hver öðru. 


Theodóra og Albert

Hvað þýða hátíðirnar fyrir dýrunum?

Samverustund: Aukinn gestagangur, óreyndir einstaklingar í kringum dýrin, aukið áreiti 


Skreytingar á heimili: Breytt fyrirkomulag á heimili, ný lykt, gjafir, áramótaskraut, aukin hætta á aðskotahlutum í meltingarveg dýranna


Hátíð ljóss og friðar: Fleiri kerti og þar af leiðandi meiri eldhætta, æsingur í hundi myndar fústrering hjá eigendum


Veislur:Hávaði, streita, æsingur


Áramót : Hvellir, blossar, lykt - hundar misviðkvæmir fyrir slíku 


Punkta sem þessa er gott að hafa í huga þegar kemur að þjálfun dýranna og hvernig við fyrirbyggjum vanlíðan og streitu. 

Matur sem er ekki góður í magann á dýrum
Jólamatur hundsins

"Gerum vel við dýrin okkar um hátíðirnar með einhverju sem þau þekkja, vörumst að gefa þeim mat sem er hættulegur fyrir meltinguna þeirra"