Stigahæstu hundar og ræktendur ársins 2023

desember 15, 2023 2 mínútur að lesa

Stigahæstu hundar ársins á sýningum Hundaræktarfélags Íslands!


Á hverju ári heiðrar HRFÍ stigahæstu hunda ársins á sýningum félagsins. Að baki þess að ná þeim árangri liggur mikil vinna sem eigendur og/eða ræktendur leggja á sig yfir árið. Það er ýmislegt sem spilar inn í en fyrst og fremst er það gæði byggingar, skapgerðar og tegundaeinkenna hundanna en þeir eru dæmdir út frá ræktunarstaðli sinnar tegundar. Aðrir þættir spila jafnframt stóran þátt í velgengni hundanna á sýningum en það eru meðal annars þjálfun, umhverfisþjálfun, undirbúningur, feldvinna, dagleg umhirða og síðast en ekki síst góð næring. Næring spilar stóran þátt í að feldur, heilsa og líkamlegt form sé í toppstandi. Við erum ótrúlega stolt að deila með ykkur að meðal stigahæstu hunda, ræktenda og öldunga ársins eru fjölmargir frábærir fulltrúar sem eru fóðraðir á Royal Canin! 

Stigahæsti hundur ársins, "Amigo" - HARADWATER I DON'T CARE

 

 

 

 

Enski Cocker Spaniel rakkinn Amigo varð stigahæsti hundur ársins. Velgengni hans hefur verið hreint stórkostleg yfir árið! Amigo heillar alla sem hitta hann með yndislega geðslaginu sínu og ekki skemmir fegurðin fyrir. Við óskum Þórdísi Maríu Hafsteinsdóttur og fjölskyldu Amigo hjartanlega til hamingju með árangurinn á árinu!

Amigo  - Enskur Cocker

Stigahæsti öldungur ársins - "Nói" Tíbráar Tinda Blue poppy

 

 

 

Stigahæsti öldungur ársins var hinn síungi 12 ára Tibet Spaniel rakki, Nói. Hann ber aldurinn vel og árangurinn á árinu hefur verið frábær. Nói er glæsilegur ljúflingur og er í eigu Helgu Kolbeinsdóttur. Við óskum eiganda hans og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn!

Nói með Auði Sif og Helgu
Ljósmynd: Ágúst Elí Ágústsson

Stigahæsti ræktandi ársins - Tíbráar Tinda ræktun

 

 

Stigahæstu ræktendur ársins voru jafnframt heiðraðir. Það voru þau Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeir Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir, eigendur Tíbráar Tinda ræktunar sem voru stigahæstu ræktendur ársins. Þau rækta gullfallega Tibet Spaniel hunda og hafa lagt hjarta og sál í sína ræktun í fjölda ára. Við erum við stolt af því að þau séu Royal Canin ræktendur! Hjartanlega til hamingju með frábæran árangur á árinu!

Amigo  - Enskur Cocker
Ljósmynd: Ágúst Elí Ágústsson
Royal Canin logo

Fleiri frábærir Royal Canin fulltrúar í efstu sætunum

Fleiri gullfallegir fulltrúar náðu einnig frábærum árangri yfir sýningarárið en í þremur af efstu fjórum sætunum um stigahæsta hund ársins voru hundar sem eru fóðraðir á Royal Canin. Þrír af fjórum stighæstu ræktendum ársins eru jafnframt Royal Canin ræktendur! 


Stigahæstu hundar: 

1.Amigo, Haradwater I Don't Care - Enskur Cocker Spaniel í eigu Þórdísar Maríu Hafsteinsdóttur

3.Preston, Pendahr Preston - Whippet í eigu Selmu Olsen

4.Drago, Drago vom Rheiderland - Rottweiler í eigu Lilju Bjarnadóttur og Svartar Nætur ræktunar.


Stigahæstu ræktendur: 

1.Tíbráar Tinda ræktun, Tibet Spaniel - Auður Valgeirsdóttir, Sigurgeirs Jónsson og Auður Sif Sigurgeirsdóttir 

2.Svartwalds ræktun, Miniature Schnauzer - María Björg Tamimi.

4.Zeldu ræktun, German Shorthaired Pointed - Kjartan Antonsson og Eydís Gréta Guðbrandsdóttir.


Stigahæsti öldungur:

1.Nói, Tíbráar Tinda Blue Poppy - Tibet Spaniel í eigu Helgu Kolbeinsdóttur 


Fleiri fallegir fulltrúar tóku sæti á listum yfir stigahæstu hunda, öldunga og ræktanda ársins sem við erum afar stolt af! Dýrheimateymið óskar eigendum og ræktendum hjartanlega til hamingju með frábæran árangur á árinu! Hlökkum til að fylgjast með ykkur á sýningum á næsta ári!