Hlaðvarp Dýrheima

mars 23, 2023 1 mínútur að lesa

Við erum stolt að segja ykkur frá nýjasta liðnum í fræðslusetrinu okkar, Hlaðvarpi Dýrheima.  

Hlaðvarpið mun fjalla um hin ýmsu málefni er snúa að því sem hunda- og kattaeigendur þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, hvernig þeir geta tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega. 


Þáttastjórnendur hlaðvarpsins eru Theodóra dýrahjúkrunarfræðingur Dýrheima og Gauja sölu- og markaðsstjóri Dýrheima. 

Hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. Það er okkar von að hlaðvarpið hjálpi til við að gera samfélagið okkar hunda- og kattavænna.