Opnunarhátíð Dýrheima í Víkurhvarfi 5

desember 22, 2022 1 mínútur að lesa

Þann sjöunda júlí síðastliðinn fögnuðum við opnun Dýrheima í nýju húsnæði að Víkurhvarfi 5 í Kópavogi. Húsnæðið var partur af framtíðarsýn Dýrheima varðandi samfélagið og stórt skref í að bæta þjónustu hunda- og kattaeiganda (samfélagið).


Húsnæðið

Verslunin og lagerinn stækkuðu töluvert sem býður upp á aukna þjónustu, auk þess tókum við í gagnið þjálfunarrými til eigin námskeiðahalda auk þess að geta boðið salinn til útleigu. Fræðslurýmið okkar fékk sinn sess og bíður eftir að taka á móti fjölda hópa fyrir hin ýmsu fræðsluerindi! Síðast en ekki síst varð kaffihúsið okkar tilbúið og hefur nú opnað á laugardögum! Þar er tilvalið að njóta og eru hundar og kettir velkomnir með!  


Á döfinni

Á döfinni er svo að opna dagvistun fyrir hunda auk þess að útbúa leiksvæði og snyrtikofa! Spennandi tímar eru því framundan! 


Verið öll velkomin til okkar að Víkurhvarfi 5!