júní 22, 2022 1 mínútur að lesa
Albert og Ari fóru fyrir hönd hundaskóla Dýrheima í heimsókn á heilsuleikskólann Urðarhól.
Tilgangur heimsóknarinnar var að halda skemmtilega fræðslustund fyrir leikskólabörn um umgengni við hunda. Heimsóknin heppnaðist frábærlega og við erum stolt af þessu mikilvæga verkefni, vonumst við til þess að geta farið í fleiri sambærilegar heimsóknir.
Öll börn sem vildu fengu að klappa Ara sem stóð sig með prýði í verkefninu.