"Gæludýrum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár. Hunda- og kattasamfélagið er einna stærst og biðlistar langir hjá mörgum ræktendum. Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima segir ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr og bæði dýrin og eigendurnir þurfi ákveðna þjónustu. Dýrheimar vinni að því að bjóða upp á einstaka þjónustu á Íslandi sem nefnist Samfélagið en Samfélag Dýrheima er byggt á fjórum grunnþáttum, næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafli."
Samfélag dýrheima
3.5.2022 birtist grein á Vísi um blómstrandi samfélag Dýrheima, þróun þess og þjónustuþætti.
Lykilþáttur samfélagsins byggir á næringu
Sérsniðin næring fyrir mismunandi tegundir, aldur og lífshætti er lykillinn að löngu og heilbrigðu lífi hunda og katta. Því skiptir þekking hunda- og kattaeigenda á mikilvægi góðrar næringar miklu máli fyrir heilsu hunda og katta. Til að stuðla að bættri næringu hunda og katta býður samfélagið upp á almennt, sérhæft og sjúkrafóður frá Royal Canin sem og næringarfræðslu næringarfræðings til viðskiptavina.