Pro HT42D Small Dog

Fóður fyrir tíkur frá fyrsta degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu og fyrir rakka sem verið er að para (tveimur mánuðum fyrir pörun fram yfir pörun).


Fyrir tíkur:

Heilbrigð æxlunarfæri

Sérstaklega sniðið að þörfum tíka fyrir pörun frá fyrsta degi lóðarís fram að 42. degi meðgöngu. Inniheldur aukið magn beta-karotín sem stuðlar að aukinni frjósemi, viðbættri fólinsýru sem stuðlar að heilbrigðari þroska fósturvísa og fósturs í móðurkviði. Aðlagað orkumagn til þess að fyrirbyggja óþarfa þyngdaraukningu á fyrri hluta meðgöngu. 

Heilaþroski hvolpa

Ríkt af ómega 3 fitusýrunni DHA sem hefur verið vísindalega sannað að styðji við heilbrigðan heilaþroska og augnheilsu á meðgöngu.

Stuðningur við örveruflóru

Ríkt af góðgerlafæðu og auðmeltanlegum próteinum sem stuðlar að heilbrigðri örveruflóru fyrir meltingarheilsu.


Fyrir rakka:

Sæðisgæði

Ríkt af ómega 3 fitusýrunni DHA til að styðja við sæðisgæði og framleiðslu.

Áhrif eftir þíðingu

Ríkt af ómega 3 fitusýrunni DHA til að styðja við frumhimnuþol gegn neikvæðum áhrifum eftir þíðingu og hjálpar til við að styðja við gæði sæðisfrumna.


Næringargildi

Prótein: 25% - Fita: 18% - Trefjar: 1.9% - Beta-karotín: 30mg/kg - Fólinsýra: 30mg/kg.



    Customer Reviews

    Based on 3 reviews
    100%
    (3)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    R
    Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir
    Frábært fóður!

    Smá reynslusaga um Ídu mína papillon sem hefur ekki tekist að para eða halda hvolpum og nú var hún á HT42 fóðrinu frá fyrsta degi lóðarís og fram að 42 degi meðgöngu - loksins fæddust tveir dásamlegir og heilbrigðir hvolpar!
    Auðséð að fóðrun skiptir miklu máli á meðgöngu og HT42 er greinilega rétt samsett ❤️ við Ída getum 150% mælt með!

    S
    S.G.G.

    Frábært að hafa aðgang að sérstöku meðgöngufóðri og vera þannig viss um að tíkin sé að fá öll þau auka næringarefni sem hún þarf. Mjög þægilegt að þurfa ekki að kaupa nein fæðubótarefni til að gefa aukalega með fóðri.

    Í
    Íris Guðjónsdóttir
    Ht42d fóðrið

    Mjōg gott fóður sem við gáfum tíkinni okkar á meðgōngu. Hún fékk ōll þau næringarefni sem stuðlaði að góðri heilsu hennar og hvolpana. Fæðingin gekk mjōg vel og hvolparnir fæddust mjōg hraustir og kraftmiklir. Mæli eindregið með þessu fóðri.