Mini Starter

 

Fóður fyrir hvolpafullar og mjólkandi tíkur af smáhundategund og hvolpana þeirra

Fóður sem tekur við af HT42d small dog fóðrinu. 

Heildstætt fóður ætlað tíkum og hvolpum frá og með 43. degi meðgöngu, fæðingu, á meðan hvolparnir eru á spena og sem fyrsta fóður hvolpa til 2ja mánaða aldurs. Fóðrið er orkuríkt til að mæta þörfum hjá hvolpafullum tíkum og hjá tíkum með hvolpa á spena enda um að ræða krefjandi tímabil fyrir tíkina.

Heilbrigð byrjun

Sérstaklega samansett af næringarþáttum sem eru til staðar í móðurmjólkinni, einkum til að styrkja meltingu hvolpa og byggja upp náttúrulega vörn þeirra (þar á meðal með FOS og MOS góðgerlafæðu).

Sterkt ónæmiskerfi

Styður við ónæmiskerfi móður og hvolpa með sérstaklegra vísindalega sannaðri blöndu andoxunarefna sem m.a. sýna fram á betri svörun við bóluefnum. 

Sterkt ónæmiskerfi

Styður við ónæmiskerfi móður og hvolpa með sérstaklegra vísindalega sannaðri blöndu andoxunarefna sem m.a. sýna fram á betri svörun við bóluefnum. 

Bragðgott og auðvelt að bleyta upp

Bragðgott og auðvelt að bleyta upp til þess að auka lyst hjá tíkinni og til þess að auðvelda breytinguna hjá hvolpunum frá móðurmjólk yfir í fasta fæðu - auðvelt að bleyta upp!

ATH: Ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir getur Starterinn verið of orkuríkur fyrir tíkina og valdið óþarfa þyngdaraukningu sem er óæskilegt. Því er, undir þeim kringumstæðum, mælt með að færa tíkina yfir á Puppy á 43. degi meðgöngunnar (einnig er hægt að halda áfram á HT42d) sem er orkuminna fóður en Starter en svo aftur yfir á Starter þegar hvolpar eru fæddir enda mikilvægt að tíkin fái næga orku til að gefa á meðan á krefjandi spenagjöf stendur.

Næringargildi

Prótein: 30.0% - Fita: 22.0% - Trefjar: 1.3%.


Customer Reviews

Based on 2 reviews
100%
(2)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
S
S.G.G.

Ég nota Starter fyrir alla hvolpa sem fæðast hjá mér, auk þess sem tíkurnar mínar fá þetta fóður í lok meðgöngu og á meðan þær eru mjólkandi. Það er mjög auðvelt að bleyta fóðrið upp til að gera graut þegar hvolparnir byrja fyrst að smakka fasta fæðu og þeir dafna vel.

M
M.H.
Mæli 100% með starter

Hef gefið hvolpafullum tíkum hjá mér Starter það hefur reynst mér vel þegar þær borða ekki vel þá kemur þetta fóður sterkt inn.
Og hvolparnir elska það þegar þeir fara að fá fast fæðu auðvelt að gera þunnan graut fyrir þá til að byrja með 💗