Fæst einungis hjá dýralæknum!
Sjúkrafóður fyrir hunda með hjartavandamál.
Stuðningur við hjarta
Inniheldur meðal annars amínósýruna tárín og L-karnitín, sem stuðla að því að viðhalda heilbrigðum hjartavöðva.
EPA og DHA
EPA og DHA eru langkeðja ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur sem hafa bólguminnkandi áhrif og hjálpa til við að minnka álag á hjartað ásamt því að auka fæðuinntöku í gegnum bætt bragð.
Lágt hlutfall natríum
Lágt hlutfall natríum í fóðrinu stuðlar að minni bjúgmyndun. Slíkt getur minnkað hættuna á háum blóðþrýstingi og dregið úr álagi á hjartað en hundar sem eru með skerta hjartastarfsemi geta tapað eiginleikunum í að losa sig við of mikið magn natríums úr líkamanum.
Steinefni
Aðlagað magn af kalíum, magnesíum og natríum til þess að hjálpa til við að styðja við hunda með langvarandi hjartavandamál.
Ráðlögð notkun:
Við háum blóðþrýstingi
Við hjartasjúkdómum
Við hjartabilunum
Næringargildi
Prótein: 26% - Fita: 20% - Trefjar: 1.6% - Per kg: Natríum: 1.3 g - Kalíum: 8 g - Magnesíum: 1.5 g - Fosfór: 5.5 g.
Stærð: 2kg