Útdráttur úr krækling (New Zealand Green Lipped Mussel) sem hefur mikil andoxunaráhrif og getur þar með minnkað bólgur og dregið úr sársauka í liðum. Auk þess inniheldur Mobility Support bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum.
Inniheldur ómega-3 fitusýrur sem dregið geta úr bólgum sem oft myndast í liðum.
Liðir líkamans eru undir meira álagi ef um ofþyngd er að ræða. Varan inniheldur um 10% færri hitaeiningar en hefðbundið fóður frá Royal Canin og því má með sanni segja að Mobility Support skjóti enn frekari stoðum undir heilbrigða liðheilsu.
Ráðlögð notkun við:
- Við liðavandamálum svo sem eins og gigt eða liðverkjum - Eftir liðaðgerðir eða slys þar sem liðir hafa laskast
Prótein: 25% - Fita: 11% - Trefjar: 3.0% - Kcal: 3641/kg.