Xsmall Adult 8+

Þurrfóður yrir mjög litla hunda 8 ára og eldri

Heilbrigð öldrun

Í fóðrinu er að finna álitlegt magn andoxunarefna frá fjölfenólum úr grænu tei en fjólfelónar geta leikið lykil hlutverk í því að öldrunareinkenni komi síðar fram. Andounarefni hlutleysa sindurefni (skemmdarefni) og minnka þar með skaðleg áhrif þeirra á líkamann eftir því sem aldurinn færist yfir.

Stuðningur við meltingu

Trefjaríkt og auðmeltanleg prótein (LIP) sem stuðla að betri hægðum en smáhundar eru í áhættuhóp á að fá hægðatregðu. Inniheldur góðgerlafæðuna FOS sem styrkir og eflir örveruflóru meltingarvegs.

Heilbrigð húð og feldur

Inniheldur ómega-3 og ómega-6 fitusýrur sem styrkja ytri vörn húðarinnar og þannig stuðlar fóðrið að glansandi feldi og heilbrigðri húð.

Heilbrigð þyngd

Fóðrið inniheldur L-karnitín sem hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri fitubrennslu og viðhalda þannig heilbrigðri þyngd.

Tannheilsa

Lögun fóðurkúlnanna er með þeim hætti að þær hvetja hundinn til þess að tyggja en það minnkar hættuna á tannsteinsmyndun sem er töluvert algengt vandamál hjá mjög smáum og smáum hundum.

Þvagrásarkerfi

Styður við heilbrigt þvagrásarkerfi með því að hvetja til vatnsinntöku og með aðlöguðu magni steinefna sem auka þorsta og þar með drykkju hundsins.

Stærð

Fullorðnir mjög litlir hundar sem vega undir 4 kg og hafa náð 8 ára aldri.

Næringargildi

Prótein: 24% - Trefjar: 1.7% - Fita: 18%.