Aðventuskemmtun Dýrheima

desember 07, 2023 1 mínútur að lesa

Laugardaginn 2. desember var aðventuskemmtun Dýrheima haldin hátíðleg. Fjöldinn allur af prúðbúnum hundum og eigendum þeirra mættu á viðburðinn og áttu með okkur skemmtilega stund. Boðið var uppá skemmtilega jólaþraut í kringum jólatréð sem einn af íslensku jólasveinunum stýrði. Einnig gátu eigendur farið með hundana sína í jólamyndatöku til Sunnu Gautadóttur ljósmyndara sem var á staðnum við jólamyndabásinn okkar. Allar myndir frá aðventuskemmtuninni er hægt að nálgast á facebooksíðu Dýrheima. Kaffihúsið okkar var að sjálfsögðu opið og því gátu eigendur og hundar sest þar inn og haft það notalegt. Þökkum fyrir frábæra þátttöku!

"Ástralski fjárhundurinn Bylur valinn best klæddi hundurinn á aðventuskemmtun dýrheima"

Bylur
Bylur

Kaffihús Dýrheima

Gómsætar veitingar voru í boði á kaffihúsinu okkar, meðal annars pizzur, samlokur, súkkulaðikaka og jólaglögg.