desember 07, 2023 1 mínútur að lesa
Laugardaginn 2. desember var aðventuskemmtun Dýrheima haldin hátíðleg. Fjöldinn allur af prúðbúnum hundum og eigendum þeirra mættu á viðburðinn og áttu með okkur skemmtilega stund. Boðið var uppá skemmtilega jólaþraut í kringum jólatréð sem einn af íslensku jólasveinunum stýrði. Einnig gátu eigendur farið með hundana sína í jólamyndatöku til Sunnu Gautadóttur ljósmyndara sem var á staðnum við jólamyndabásinn okkar. Allar myndir frá aðventuskemmtuninni er hægt að nálgast á facebooksíðu Dýrheima. Kaffihúsið okkar var að sjálfsögðu opið og því gátu eigendur og hundar sest þar inn og haft það notalegt. Þökkum fyrir frábæra þátttöku!
Gómsætar veitingar voru í boði á kaffihúsinu okkar, meðal annars pizzur, samlokur, súkkulaðikaka og jólaglögg.