desember 12, 2023 1 mínútur að lesa
Spanieldeild HRFÍ heiðraði stigahæstu hunda ársins innan deildarinnar mánudaginn 11. desember.
Við erum stolt að segja frá því að stigahæsti hundur, stigahæsti ungliði og stigahæsti öldungur deildarinnar eru öll fóðruð á Royal Canin. Einnig erum við stolt af því að stigahæsti ræktandi deildarinnar, Þórdís María Hafsteinsdóttir eigandi Leirdalsræktunar, er einn af okkar frábæru Royal Canin ræktendum.
Stigahæstu hundarnir fengu glaðning frá Royal Canin.
Heiðrunin var haldin á kaffihúsinu okkar og mætingin var góð hjá meðlimum spanieldeildar.
Spanieldeild HRFÍ heldur utan um ræktunarstarf í enskum cocker spaniel, enskum springer spaniel og amerískum cocker spaniel. Nánar um starf deildarinnar hér.
Við óskum eigendum og ræktendum stigahæstu hundanna innilega til hamingju með frábæran árangur. Að baki árangursins liggur mikil vinna sem snýr að þjálfun, fóðrun og umhirðu á þessum fallegu hundum!