desember 14, 2023 2 mínútur að lesa
Einkatími - fyrsti tími: Búið er að opna fyrir einkatíma í janúar! Í einkatímum er farið yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar osfrv. Eigandi fær æfingarvinnu skv. greiningaplani hundaþjálfara.
Barn og hundur: 10 skipta námskeið með fyrir börn 10 ára og eldri. Farið verður yfir grunnatriði í hlýðni og mikilvæg atriði í umgengni við hunda, bæði okkar eigin og ókunnuga. Krafa er gerð um að barn geti haft stjórn á hundinum sínum og hundurinn þarf að hafa náð 9 mánaða aldri. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson.
Hægt er að nýta frístundastyrkinn fyrir þessu námskeiði bæði hjá Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ.
Næsta námskeið hefst 8. janúar - Lítill hópur.
Lyktarnámskeið:4 skipta námskeið þar sem hundurinn lærir að staðsetja fyrirfram ákveðna lykt. Stjórnandi lærir að lesa úr leitarhegðun hundsins síns og skipurleggja svæði til að leita. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson
Næsta námskeið hefst 8. janúar
Hvolpanámskeið: Búið er að opna fyrir næstu hvolpanámskeið í hundaskóla Dýrheima. Á hvolpanámskeiði er lögð mikil áhersla á samstarfsvilja hvolps við stjórnanda sinn og farið yfir grunnæfingar. Farið er í umhverfisþjálfun til að hvolparnir læri að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður. Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri og gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum. Næstu námskeið hefjast í annarri vikunni í janúar. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson
Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum á hvolpanámskeiðum, sjá nánar hér fyrir neðan:
Hlýðni 1: Búið er að opna fyrir næstu hlýðninámskeið í hundaskóla Dýrheima. Námskeiðið er eingöngu verklegt og lagt er upp með samstarfsvilja hunds og gott augnsamband. Námskeiðið er góður grunnur að hlýðni, alls 8 skipti og 90 mínútur í senn. Námskeiðið hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri og gott er ef hundur er búinn með hvolpanámskeið. Þjálfari námskeiðsins er Albert Steingrímsson.
Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á miðvikudögum, sjá hér fyrir neðan: