Alþjóðleg hundasýning HRFÍ 11.ágúst

ágúst 11, 2024 3 mínútur að lesa

"Á sunnudeginum 11. ágúst hélt gleðin áfram og um 1200 hundar voru mættir aftur til leiks á Alþjóðlega hundasýningu HRFÍ"

Team Royal Canin
Glæsilegir Royal Canin ræktendur á hundasýningunni klæddust rauðu í hringnum. 

Á sunnudeginum 11. ágúst var Alþjóðleg hundasýning HRFÍ og fjölmargir hundar sem eru í eigu eða ræktaðir af Royal Canin ræktendum stóðu sig frábærlega í hringnum um helgina. Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn 🐾🏆🥇


Helstu úrslit sunnudagsins

Þriðji besti hundur sýningar var Labrador rakkinn💥BENNI💥 Big Ben Ambasadorius sem er í eigu Báru Tómasdóttur og Þórdísar Skúladóttur.


Besti ungliði sýningar var íslensks fjárhunds rakkinn 💥Stefstells Blundur💥 en hann er bæði ræktaður af og í eigu Stefaníu Sigurðardóttur.


Besti öldungur sýningar var íslenska fjárhunds rakkinn 💥Sunnusteins Einir💥 hann er ræktaður af Þorsteini Thorsteinssyni.


Annar besti öldungur sýningar var Tíbet Spaniel rakkinn 💥Tíbráar Tinda Blue Poppy💥 sem er ræktaður af Auði Valgeirsdóttir, Sigurgeiri Þránni Jónssyni og Auði Sif Sigurgeirsdóttur.


Fjórða besta ungviði sýningar var írsk setter rakkinn 💥Eðal Ríkharður Ljónshjarta💥 er ræktaður af Hreiðari Karlssyni og Elínu Gestsdóttur.


Royal Canin ræktendur áttu einnig fallega hópa í úrslitum.


💥Svartwalds💥Miniature Schnauzer ræktun átti annan besta ræktunarhóp sýningar. Svartwalds ræktun er í eigu Maríu Bjargar Tamimi.

Eðal Ríkharður Ljónshjarta
Eðal Ríkharður Ljónshjarta fjórða besta ungviði sýningar
Stefsstells Blundur besti ungliði sýningar
Stefsstells Blundur besti ungliði sýningar

Önnur úrslit úr tegundahópum


Tegundahópur 1

Í 2. sæti var Bearded Collie rakkinn Pure Icelandic Another One Bites The Dust sem er í eigu Eddu Báru Kristínardóttur.


Tegundahópur 2

Í 1. sæti var Bullmastiff rakkinn Safety of Flatland Edward newgate to Darktimes sem er í eigu Söndru Bjarkar Ingadóttur

Í 3. sæti var Miniature Schnauzer rakkinn Svartwalds Motorhead sem er í eigu Maríu Björgu Tamimi.

Í 4. sæti var Rottweiler rakkinn Drago vom Rheiderland í eigu Lilju Bjarnadóttir, Fannars Katrínarsonar og Önnu Karenar Halldórsdóttur.

Tegundarhópur 4

Í 2. sæti var síðhærði Dachshund Miniature rakkinn Littl Fut Champagne sem er í eigu Jóhönnu Mjallar Tyrfingsdóttur og Berglindar Kristinsdóttur.

Í 4. sæti var síðhærða Dachshund Rabbit tíkin Mindogland Yakitori sem er í eigu Jóhönnu Mjallar Tyrfingsdóttur.


Tegundahópur 5

Í 2.sæti var Pomeranian rakkinn HC Poms Lucky Boy sem er í eigu Sigurlaugar Sverrisdóttur & Jessicu Frohagen.

Í 3. sæti var íslenski fjárhunds rakkinn Arnarstaða Þróttur sem ræktaður er af Guðríði Þorbjörgu og Þorbjörgu Ástu.


Tegundahópur 6

Í 2. sæti var Dalmatian tíkin Edda's Saga Get ready for Þula sem er í eigu Zannyar Lindar Hjaltadóttur.


Tegundahópur 7

Í 1. sæti var Vorseth rakkinn Zeldu CNF Eldur sem ræktuð er af Kjartani Antonssyni og Eydísi Grétu Guðbrandsdóttur.

Í 4. sæti var írsk setter tíkin Eðal Óskadís sem er ræktuð af Hreiðari Karlssyni og Elínu Gestsdóttur.


Tegundahópur 8

Í 1. sæti var Labrador rakkinn Big Ben Ambasadorius sem er í eigu Báru Tómasdóttur og Þórdísar Skúladóttur.

Í 2. sæti var Enski Cocker rakkinn Hardwater I Don't Care sem er í eigu Þórdísar Maríu Hafsteinsdóttur.


Tegundahópur 9

Í 4. sæti var Pug tíkin Pitch Perfect One Last Chance en hún er í eigu Huldu Hrundar Höskuldsdóttur og Stefaníu Sunnu Ragnarsdóttur.


Tegundahópur 10

Í 2. sæti var Whippet tíkin Eldþoku Bugða en hún er bæði ræktuð af og í eigu Selmu Olsen.


Árangur Royal Canin ræktenda á hundasýningunni var meiriháttar góður en þá mátti sjá í fjölda annarra hunda í verðlaunasætum í sinni tegund! Góð næring, góð umhirða og réttur undirbúningur skilar góðum árangri! Við erum ávallt til staðar til þess að stuðla að sem bestum árangri hundanna “okkar”!


Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og hlökkum til að fylgjast með næstu sýningum! ❤

Hugo Boss
Hugo Boss annar besti hundur í tegundahópi 1
Eddie
Safety of Flatland Edward newgate to Darktimes besti hundur í tegundahópi 2
Svartwalds annar besti ræktunarhópur sýningar
Svartwalds ræktunarhópur annar besti ræktunarhópur sýningar