ágúst 24, 2024 2 mínútur að lesa
Í vikunni sem leið buðum við áhugasömum að uppá fræðslu í tengslum við hundahlaupið 2024 sem verður haldið miðvikudaginn 28. ágúst kl. 18 í Mosfellsbæ!
Kaffihúsið okkar var þétt setið og Dýrheimar gátu keypt aðgang að pizzahlaðborði með. Þökkum fyrir frábæra þátttöku.
Miðvikudaginn 21. ágúst var haldinn vel heppnaður fræðsluviðburður í Kaffihúsi Dýrheima þar sem gestir fengu tækifæri til að hlýða á áhugaverða fyrirlestra frá tveimur sérfræðingum. Kaffihúsið var fullt af áhugasömum gestum sem hlustuðu á fyrirlestrana og gæddu sér á pizzu á kaffihúsinu. Viðburðurinn var, eins og áður sagði, haldinn í tengslum við hundahlaupið 2024 en það verður haldið miðvikudaginn 28. ágúst nk.
Theodóra Róbertsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur var einn af tveimur fyrirlesurum dagsins og fjallaði hún um næringu hunda í þjálfun eða vinnu. Theodóra lagði áherslu á mikilvægi réttrar næringar fyrir hunda sem eru í þjálfun og hvernig hún getur haft áhrif á frammistöðu þeirra og líðan. Fyrirlestur hennar vakti lukku og gestir fengu tækifæri til að spyrja spurninga að honum loknum.
Halldór V. Jóhannsson styrktarþjálfari hélt fyrirlestur þar sem hann fjallaði um hvernig best sé að koma sér af stað í hlaupum. Halldór lagði áherslu á mikilvægi rétts undirbúnings og kom með hagnýt ráð til þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupaheiminum. Gestirnir sem hafa stefnt að því að byrja að hlaupa fengu því góðar upplýsingar til að byggja upp trausta grunn og halda sér við efnið, sem nýttust jafnframt þeir sem voru lengra komnir.
Hægt var að kaupa sér aðgang að girnilegu pizzahlaðborði í hádeginu, sem margir gestir nýttu sér á meðan þeir hlýddu á fræðsluna. Mætingin var frábær og alltaf gaman þegar fólk með sama áhugamál kemur saman til að fræðast!
Kolbrún Arna dýrahjúkrunarfræðingur og sjúkraþjálfari var viðstödd fyrirlesturinn og gat svarað spurningum gesta um hundahlaupið og canicross fyrir þá sem vildu vita meira um það.
Við þökkum öllum þeim sem mættu og okkur hlakkar til að halda fleiri spennandi viðburði í framtíðinni!
Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er mánudaga - laugardaga frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar.