Hundahlaupið 2024!

ágúst 29, 2024 2 mínútur að lesa

Hlaupaveisla hundaeigandans


Þann 28. ágúst var svokallað hundahlaup haldið í annað sinn. Hundahlaupið er dregið af canicross en bæði var hægt að ganga eða skokka 2km og 5km við Reykjalund í Mosfellsbæ. Þátttökumet var slegið í ár og voru um 200 hundar og eigendur þeirra sem voru skráðir til leiks.


Igloo
Royal Canin hvatningastöðin

Þátttökumet slegið í hundahlaupinu

Um 200 þátttakendur voru skráðir í báða flokka og mátti sjá fólk á öllum aldri með dásamlegri flóru duglegra hunda sem nutu kvöldsins. Hlaupið var haldið sem hluti af hátíðinni "Í túninu heima" við Reykjalund í Mosfellsbæ. Veðrið lék við okkur og skartaði svæðið sínu allra fegursta fyrir hundafólk þetta kvöldið. 


Hundahlaup má stunda á ýmsa vegu, en reglan er bara ein: "Ekki hlaupa á undan hundinum". Bæði mátti sjá eigendur með hundana í kvöldgöngunni, í léttu skemmtiskokki og svo eigendur með gott keppnisskap sem kepptu í 5km hlaupi. 


Viðburðurinn var ótrúlega vel heppnaður og óhætt að segja að mótshaldarar, styrktaraðilar og þátttakendur hafi átt frábæra stund og skemmt sér vel!

Sigurvegarar í karlaflokki
Sigurvegarar í karlaflokki 
Sigurvegarar í kvennaflokki
Sigurvegarar í kvennaflokki

Hvað er canicross?

Canicross (canine = hundur + cross country) eða hundahlaup á vaxandi fylgi að fagna á Íslandi. Canicross er svokölluð hunda drifin íþrótt þar sem hlauparinn getur verið með belti utan um sig og teygjutaum sem festist í beisli hundsins. Þannig togar hundurinn í hlauparann áfram þegar hann er með báða fætur á lofti. 


Getur hver sem er hlaupið með hundinn sinn?

Stutta svarið er JÁ! Hlaup geta verið á ýmsum hraða og bara það að fara út í góða kraftgöngu með hundinn er heilsubætir fyrir alla! Hvort sem það er með hundinn sér við hlið eða í canicrossbúnaði! Við hvetjum ykkur öll til þess að æfa heima fyrir næsta hundahlaup!


Stemning á svæðinu

TAKK fyrir frábæra samveru!

Við viljum þakka ykkur öllum fyrir frábæra samveru og áhuga á hundahlaupinu 2024!


Styrktaraðilar Hundahlaupsins 2024

Fóður og orkubitar fyrir hunda í þjálfun eða vinnu

Fleiri áhugaverðar greinar