Sýningarþjálfun Mjóhundadeildar

september 05, 2024 2 mínútur að lesa

"Mjóhundar og eigendur þeirra fengu að prófa sýningarsal dýrheima fyrir komandi deildarsýningu"
Afghan hound
Afghan hound að bíða eftir þjálfun

Sýningarþjálfun mjóhunda

Á dögunum var haldin sýningarþjálfun Mjóhundadeildar í sýningarsal Dýrheima. Þjálfunin var skipulögð í tengslum við deildarsýningu Mjóhundadeildarinnar, sem fram fer þann 7. september, og veitti þátttakendum gott tækifæri til að prófa gólfið og slípa sig og hundinn sinn til fyrir stóra daginn.Theodóra Róbertsdóttir stýrði þjálfuninni en hún hefur áralanga reynslu í sýningarhringnum. Theodóra gaf sýnendum hagnýt ráð og vakti tíminn lukku meðal þátttakenda.


Mikið líf var því í hádeginu í sýningarsalnum þegar hundarnir æfðu sig með eigendum sínum. Þjálfun er mikilvægur þáttur í undirbúningi fyrir sýningar og hjálpar sýnendum að draga fram það besta úr sínum hundi. Auk þess geta æfingar skapað afslappað og hvetjandi umhverfi fyrir bæði hunda og eigendur.


Við hlökkum mikið til að taka á móti 80 mjóhundum og eigendum þeirra laugardaginn 7. september á deildarsýningu Mjóhundadeildar!

Afghan hvolpakrútt
Theodóra með fræðsluerindi

Áhugaverðar greinar

Show beauty fóðrið frá Royal Canin


HEILBRIGÐ HÚÐ OG FELDUR

Inniheldur ómega-3 og ómega-6 fitusýrur sem styrkja varnir húðar og felds auk hjólkróna olíu sem getur minnkað kláða í húð þar sem hún getur minnkað bólgur líkamans. Inniheldur sink og linóleiksýru (ómega-6 fitusýra) en bæði efnin stuðla að glansandi feldi og geta minnkað flösu sem oft myndast þegar hundurinn er undir álagi, eins og til dæmis á sýningum.

LIÐHEILSA

Styður sérstaklega við liðheilsu stærri hunda með glúkósamíni og kondroítíni.

MELTING

Sérstök samsetning næringarefna sem hjálpar til við að styðja við heilbrigði meltingarvegarins með góðgerlafæðu og auðmeltanlegum próteinum.

NÆRINGARGILDI

Prótein: 30% - Trefjar: 3,1% - Fita: 18% - Línólusýra: 4,7% - Sink: 170mg/kg.