september 09, 2024 2 mínútur að lesa
Mjóhundadeild HRFÍ hélt deildarsýningu sína í sýningarsalnum okkar laugardaginn 7. september. Sýningin hófst kl 09:00 á Whippet og tóku hinar tegundirnar við koll af kolli. Sýnt var frá hringnum á kaffihúsinu okkar við góðar undirtektir á svæðinu. Á kaffihúsinu gátu gestir því fylgst með sýningunni á skjánum í notalegu umhverfi og fengið sér veitingar á meðan.
Um 80 mjóhundar voru skráðir til leiks af ýmsum tegundum svo sem Afghan Hound, Borzoi, Greyhound, Italian Greyhound og Whippet. Hundarnir voru á öllum aldri, allt frá krúttlegum ungviðum í yngri hvolpaflokki upp í tignarlega öldunga sem sýndu sig með glæsibrag. Nokkrir ræktunarhópar voru einnig skráðir til leiks og er alltaf gaman að sjá hóp hunda frá sama ræktanda saman í hringnum.
Umgengni og andrúmsloft á sýningunni var til fyrirmyndar og þökkum við Mjóhundadeild HRFÍ fyrir frábæran dag!
Mjóhundadeild HRFÍ var stofnuð árið 2007 og ber ábyrgð á varðveislu og ræktun mjóhundategunda á Íslandi í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ). Deildin hefur einnig haldið ýmsa viðburði fyrir meðlimi deildarinnar á borð við sérsýningar og beituhlaupskeppnir. Á heimasíðu deildarinnar má finna ýmsan fróðleik um tegundirnar sem til eru á landinu - sjá hér.
Besti hundur sýningar
1. sæti var Borzoi tíkin Boscana Picture Perfect.
2. sæti var Whippet tíkin Leifturs Perla.
3. sæti var Greyhound rakkinn Estet Classic Shaman.
4. sæti var Afghan Hound tíkin Valshamars There is no such thing as coincidence.
Besti ræktunarhópur sýningar
1. Afghan hound ræktunarhópur frá Valshamars ræktun.
2. Greyhound ræktunarhópur frá Ásynju ræktun.
Besti ungliði sýningar
1. sæti var Borzoi tíkin Boscana Picture Perfect.
2. Greyhound rakkinn Estet Classic Shaman.
Besti öldungur sýningar
1. sæti var Afghan Hound rakkinn Enigma Dreams Black Tie White Noise.
Besti hvolpur 3-6 mánaða
1. sæti var Afghan Hound tíkin Mystic Glow Hi Barbie
2. sæti var Whippet tíkin Leifturs Buffy
3. sæti var Borzoi rakkinn Úlfhunda Vargur
Besti hvolpur 6-9 mánaða
1. sæti var Whippet rakkinn Absidian Gone Wild.
Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er mánudaga - laugardaga frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar.