Deildarsýning Schnauzerdeildar og Royal canin

apríl 29, 2024 1 mínútur að lesa

Um 85 hundar af öllum stærðum og litaafbrigðum Schnauzerhunda mættu til leiks á glæsilega deildarsýningu Schnauzerdeildar HRFÍ í sýningarsal Dýrheima og Royal Canin.

Glæsilegir hundar

Mikið fjör var í sýningarsalnum sl. helgi - skeggprúðir hundar mættu til leiks að þessu sinni þegar Schnauzerdeildin hélt fyrri deildarsýningu sína. 

85 hundar mættu til leiks í öllum stærðum og litaafbrigðum hér á landi. Fullur salur af áhorfendum og þátttakendum, auk þess var kaffihúsið þétt setið af áhorfendum þar sem hægt var að horfa "live" á sýninguna inni í sal. 

Hundur í dóm

Schnauzerdeild HRFÍ

Schnauzerdeildin stendur vörð um framþróun ræktunar Schnauzer á Íslandi, áhersla er lögð á að efla líkamlegt og andlegt heilbrigði tegundanna. Hér fyrir neðan má sjá heimasíðu deildarinnar fyrir frekari upplýsingar um deildina og ræktendur.