Reykjavík Winner sýning HRFÍ helgina 8.-9. júní

júní 10, 2024 2 mínútur að lesa

"Hardwater I Don't Care - Amigo Besti hundur sýningar"

Besti hundur sýningar
Amigo ásamt eiganda sínum Þórdísi Maríu Hafsteinsdóttur, mynd frá sumarsýningu 2023. 

Nú er skemmtilegri Reykjavík Winner sumarsýningu HRFÍ lokið og það gleður okkur að segja frá því að þrír af fjórum efstu hundum í BIS eru fóðraðir á Royal Canin🐾🏆🥇


Enski cocker rakkinn 💥AMIGO💥 Hardwater I Don't Care bar sigur úr bítum sem besti hundur sýningar en um 1200 hundar voru skráðir á sýninguna. Amigo er í eigu Leirdals ræktunar, Þórdísar Hafsteinsdóttur.


Annar besti hundur sýningar var Sankti Bernhards rakkinn💥KION💥 Sankti-Ice Quality by Design sem er í eigu Guðnýjar Völu Tryggvadóttur og Kolbrúnar Evu Oddsdóttur, Sankti-Ice ræktun.


Fjórði besti hundur sýningar var hinn 13 ára gamli 💥NÓI💥 Tíbráar Tinda Blue Poppy sem er í eigu Helgu Kolbeinsdóttur. Hann varð einnig fjórði besti öldungur sýningar. Nói er af tegundinni Tíbet spaniel og ræktaður af Auði Valgeirsdóttur, Sigurgeiri Þráinssyni og Auði Sif Sigurgeirsdóttur.

 

Annar besti ungliði sýningar var Leirdals Daggarbrá en hún er í eigu Þórdísar Maríu Hafsteinsdóttur. 


Royal Canin ræktendur áttu einnig fallega hópa í verðlaunasætum. 


True-West Miniature Schnauzer ræktun átti besta ræktunarhóp dagsins á laugardeginum. True-West ræktun er í eigu Sigmars Hrafns Eyjólfssonar.


Höfðaborgar Papillon ræktun átti fjórða besta ræktunarhóp dagsins á laugardaginn. Höfðaborgar ræktun er í eigu Þórunnar Sigurðardóttur.


Zeldu Vorsteh ræktun átti annan besta ræktunarhóp dagins á sunnudeginum. Zeldu ræktun er í eigu Kjartans Antonssonar og Eydísar Grétu Guðbrandsdóttur.


Árangur Royal Canin hunda á sýningunni var meiriháttar góður en þá mátti sjá í fjölda annarra verðlaunasæta í úrslitum helgarinnar!

Góð næring, góð umhirða og réttur undirbúningur skilar góðum árangri! Við erum ávallt til staðar til þess að stuðla að sem bestum árangri hundanna “okkar”!


Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og hlökkum til að fylgjast með næstu sýningum!

Kion og Nói
Kion BIS 2 og Nói BIS4

True-West besti ræktunarhópur laugardagsins

True-West ræktunarhópur
True-West besti ræktunarhópur laugardagsins.