Ræktendafræðsla í Dýrheimum

mars 22, 2024 2 mínútur að lesa

Fimmtudaginn 14. mars buðum við Royal Canin ræktendunum okkar á fræðslukvöld á kaffihúsi Dýrheima. Ræktendur kíktu til okkar í tveimur hollum og hlustuðu á áhugavert fræðsluerindi með Theodóru dýrahjúkrunarfræðing á kaffihúsinu. Það má segja að það hafi verið þétt setið og Dýrheimar buðu uppá veitingar og drykki yfir fyrirlestrunum. Viðburðurinn var vel heppnaður og alltaf gaman að hitta okkar flottu ræktendur. Þökkum fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til að geta boðið aftur á fræðslukvöld fyrir ræktendur.

Ræktendur á fræðslukvöldi
Við þökkum ræktendum fyrir komuna - hlökkum til næsta kvölds!

Fræðsla með Theodóru

Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að ræktun. Theodóra okkar fór með frábært fræðsluerindi fyrir Royal Canin ræktendur sem vonandi nýtist þeim í þeirra ræktun. Í fræðsluerindinu fór Theodóra yfir þá þætti sem geta haft áhrif á æxlun hunda og katta. Í framhaldinu fjallaði hún svo um allt ferlið frá pörun og að því þegar ungviðin fara að heiman. Stór áhrifaþáttur í öllu ferlinu er næring og fór Theodóra vel yfir það hvað þarf að hafa í huga varðandi hana ásamt því að fara yfir aðra áhrifaþætti. Start of life línan frá Royal Canin er sérsniðin að þörfum móðurinnar og einnig upp allt uppvaxtaskeið ungviðanna. 

Theodóra hélt fyrirlestur
Theodóra með fræðsluerindi fyrir gesti. 

"Veitingar og drykkir á kaffihúsinu voru í boði Dýrheima á fræðslukvöldinu"

Kaffihús Dýrheima

Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er alla virka á opnunartíma Dýrheima fyrir drykki og á laugardögum frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar. 

Royal Canin fóður sérsniðið fyrir meðgöngu

Start of Life kisulínan fyrir besta upphaf lífsins

Start of Life hundalínan fyrir besta upphaf lífsins