Ársfundur Schnauzerdeildar HRFÍ

mars 20, 2024 2 mínútur að lesa

"Ársfundur Schnauzer HRFÍ var haldin á kaffihúsi Dýrheima þann 20.mars síðastliðinn þar sem meðlimir deildarinnar hittust og fóru yfir liðið ár!"

Risa Schnauzer

Schnauzerdeild HRFÍ hélt ársfund sinn þann 20. mars á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu þar sem fram kemur allt um starfsemi liðins árs, kosið í stjórn og ýmis málefni rædd.  Fundurinn var vel sóttur af deildarmeðlimum og þökkum við Schnauzerdeild og meðlimum hennar kærlega fyrir komuna. 

Schnauzerdeild HRFÍ

Schnauzerdeild HRFÍ var stofnuð 2006 og ber ábyrgð á varðveislu og ræktun Schnauzer hunda í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ). Deildin heldur úti vefsíðu og facebook hópi þar sem ýmsum upplýsingum er deilt og viðburðir á vegum deildarinnar eru auglýstir á borð við sýningarþjálfanir o.s.frv. Sjá heimasíðu deildarinnar hér.

Sérsniðið fóður að þörfum tegundarinnar

Í yfir 50 árhefur Royal Canin unnið í samstarfi við ræktendur og dýralækna til að auka skilning fyrirtækisins á sérstökum næringarþörfum katta og hunda, með virðingu fyrir raunverulegu eðli þeirra og eiginleikum. Þannig hafa þeir náð að þróa tegundafóður á borð við Miniature Schnauzerfóðrið sem er sérsniðið að næringarþörfum tegundarinnar þar sem ákveðnir þættir eru sérstaklega hafðir að leiðarljósi. Sjá hér nánari lýsingu á fóðrinu hér fyrir neðan. 

ÞURRFÓÐUR FYRIR MINIATURE SCHNAUZER HUNDA ELDRI EN 10 MÁNAÐA


HEILBRIGT ÞVAGRÁSARKERFI

Fóðrið stuðlar að heilbrigðu þvagrásarkerfi, þar sem tegundinni hættir til að mynda þvagsteina (strúvít, kalsíum-oxalat og úrat þvagsteina). Hlutfall salts hefur verið lítillega aukið án þess að það hafi neikvæð áhrif á blóðþrýsting. Slíkt gerir það að verkum að vatnsinntaka eykst hjá hundinum, það hjálpar til við að þynna út þvagið sem hefur jákvæð áhrif á nýrna- og þvagrásarkerfi.

FELDUR

Fóðrið inniheldur sérstaka blöndu amínósýra sem skerpa og viðhalda lit á feldi.

HEILBRIGÐ ÞYNGD

Fóðrið aðstoðar hundinn við að viðhalda kjörþyngd með lægra magni hitaeininga í fóðrinu.

HEILBRIGÐIR LIÐIR

Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.


TANNHEILSA

Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.

NÆRINGARGILDI

Prótein: 25% - Trefjar: 2.2% - Fita: 12%.

Royal Canin fóður sem getur einnig hentað Schnauzer hundum

Tengdar fræðslugreinar og fréttir