mars 20, 2024 3 mínútur að lesa
"Ársfundur og heiðrun Shih Tzudeildar HRFÍ var haldin á kaffihúsi Dýrheima þann 18.mars síðastliðinn. Stigahæstu hundar voru heiðraðir fyrir árangur sinn árið 2023 og óskum við eigendum hennar og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn"
Shih Tzudeild HRFÍ hélt ársfund sinn þann 18. mars á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu þar sem fram kemur allt um starfsemi liðins árs, kosið í stjórn og ýmis málefni rædd. Stigahæstu hundar voru heiðraðir og við óskum eigendum og ræktendum þeirra til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með á sýningum ársins. Theodóra okkar hélt einnig fræðsluerindi fyrir fundargesti um heilsu, næringu og almenna umönnun hundanna. Theodóra fór yfir það hvernig við lærum að þekkja hundana okkar vel meðal annars er kemur að púls og öndun. Fræðslan fjallaði einnig um meltingaveg hunda og hvað við þurfum að hafa í huga varðandi næringu hundanna okkar. Viðburðurinn var vel sóttur af deildarmeðlimum og þökkum við Shih Tzu deild og meðlimum hennar kærlega fyrir komuna.
"Theodóra dýrahjúkrunarfræðingurinn okkar fór vel yfir almenna umönnun og hvernig við lærum að þekkja hundana okkar. Hún tók einnig sérstaklega fyrir hvað við þurfum að hafa í huga varðandi meltinguna hjá hundunum okkar á hverju skeiði."
Deildin HRFÍ var stofnuð 2008 og ber ábyrgð á varðveislu og ræktun Shih Tzu hunda í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ). Deildin heldur úti facebook hópi þar sem ýmsum upplýsingum er deilt og viðburðir á vegum deildarinnar eru auglýstir á borð við sýningarþjálfanir o.s.frv.
Stigahæstu hundar ársins 2023 voru heiðraðir á fundinum og hér fyrir neðan má sjá nöfn þeirra hunda. Óskum við eigendum og ræktendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn!
Stigahæsti Shih Tzu ársins var ISJCh Happy Noise M&M's Miso Brave Star. Eigandi hans er Salome Kristin.
Stigahæsti Shih Tzu af gagnstæðu kyni var C.I.B. NORDICCh ISCh Íseldar Cara Zor-El. Eigandi hennar er Súsanna Antonsdóttir.
Stigahæsti Shih Tzu hvolpur ársins var Xietshi Fantasy. Eigandi hennar er Dagbjört H Torfadóttir.
Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn
Í yfir 50 ár hefur Royal Canin unnið í samstarfi við ræktendur og dýralækna til að auka skilning fyrirtækisins á sérstökum næringarþörfum katta og hunda, með virðingu fyrir raunverulegu eðli þeirra og eiginleikum. Þannig hafa þeir náð að þróa tegundafóður á borð við Shih Tzu fóðrið sem er sérsniðið að næringarþörfum tegundarinnar þar sem ákveðnir þættir eru sérstaklega hafðir að leiðarljósi. Sjá hér nánari lýsingu á fóðrinu hér fyrir neðan.
Stuðlar að heilbrigðri húð og fallegum feldi með því að styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar með ómega- 3 fitusýrunum EPA & DHA. Sömuleiðis er fóðrið ríkt af hjólkrónuolíu sem styður einnig við heilsu húðar.
Dregur úr tannsteinsmyndun með því að draga kalk saman í munnvatninu, en kalk er aðal uppbyggiefni tannsteins.
Dregur úr magni og lykt hægða með sérstakri blöndu trefja og auðmeltanlegra próteina (LIP). Inniheldur góðgerlafæðu (FOS) til þess að styðja við meltingarveg hundsins.
Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.
Lögun fóðurkúlnanna auðveldar grip og er sérstaklega gerð fyrir stutta og breiða kjálka tegundarinnar.
Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.
Prótein: 24.0% - Fita: 20.0% - Trefjar: 3.0% - EPA/DHA: 3 g./kg fóðurs.