mars 20, 2024 2 mínútur að lesa
"Við viljum auka vöruúrval í takt við þarfir dýranna til þess að stuðla að stöðugleika í fæðuinntöku fyrir viðkvæm dýr - þannig að þau geti leitað í bæði þurr- og blautfóður úr sömu línu eigi það við."
Viðkvæman meltingarveg má gjarnan greina þegar áferð og tíðni hægða er ekki eins og best er á kosið. Nokkrir áhrifaþættir eins og aldur, þyngd og tegund geta haft áhrif á meltingarveginn og heilsu hans, en mikilvægt er að hlúa sérstaklega að því að styðja við meltingarveginn sé hann viðkvæmur fyrir.
Með áherslu á auðmeltanleika og stuðning við meltingu getum við loksins boðið upp á blautfóðrið úr Digestive care línunni okkar. Með því að stuðla að auðmeltanlegri fæðu ætlaðri viðkvæmri meltingu getum við aukið úrvalið í boði fyrir viðkvæma hunda.
Það eru nokkrir kostir þess að gefa hundum bæði þurr- og blautfóður. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að það gæti verið þess virði að skoða það:
Sérvalin næringarefni í fullkomnu jafnvægi til þess að hjálpa til við að koma bakteríuflóru meltingarvegarins í jafnvægi og stuðla að bættum gæðum hægða.
Auðmeltanlegur blautmatur til þess að styðja við meltingu viðkvæmra hunda.
Kjörið að gefa með Digestive Care þurrfóðrinu. Ráðleggingar eru á fóðurpokunum hvernig er best að stilla af magn fóðurs þegar gefið er bæði þurrfóður og blautfóður.
Hver hundur er einstakur, svo það er gott að ræða fóðurskipti fyrir viðkæma hunda við dýralækni eða dýrahjúkrunarfræðing. Sé undirliggjandi vandamál er mikilvægt að greina orsökina til þess að hægt sé að fóðra hundinn sem allra best, með tilliti til þarfa hans.
Við fóðurskipti ráðleggjum við að þau séu gerð yfir 7-10 daga þar sem hlutfall nýs fóðus eykst smám saman til þess að forðast frekari meltingartruflanir. Fylgstu vel með hundinum, hægðum hans, orku og merkjum um óþægindi!