mars 06, 2023 4 mínútur að lesa
Meltingarvegur hundsins ber ábyrgð á því að innbyrða og melta fæðu, upptöku næringarefna ásamt því að losa sig við úrgangsefni gegnum hægðir. Góð næring og heilbrigður meltingarvegur skipta því sköpum í velgengni á þessu stóra verkefni.
Með heilbrigðum meltingarveg er átt við meltingarveg með eðlilega slímhúð, færni til að taka upp og nýta næringarefni og eðlilegar þarmahreyfingar. Eins hefur heilbrigður meltingarvegur áhrif á efnaskiptavirkni, ónæmiskerfi og taugaþroska dýrsins. Næring skiptir í þessu samhengi gífurlegu máli, en næring hefur mikil áhrif á heilbrigði meltingarvegar og jafnvægi hans. Breytingar á örverum í meltingu geta valdið meltingartruflunum sem leiðir til meira næmis fyrir flutningi baktería (góðra og slæmra), aukið næmni gegn mótefnavökum í næringu auk þess að hafa áhrif á ónæmiskerfið sem getur aukið bólgueyðandi hlutverk sitt sé ójafnvægi til staðar.
Bráðaniðurgangur er algengur kvilli sem getur verið misalvarlegur og krafist mismikils inngrips. Oft á tíðum er orsök óþekkt, annað hvort vegna takmarkandi rannsókna eða erfiðleika við að finna orsökina. Í sumum tilfellum getur bráðaniðurgangur verið mjög alvarlegur og jafnvel lífshættulegur, eins og t.d. í parvótilfellum og þegar miklar blæðingar eru frá meltingarvegi. Mikilvægt er að hafa í huga að í sumum tilfellum getur langvarandi meltingarfærasjúkdómur valdið bráðaniðurgangi.
Hvað þarf að hafa í huga?
- Aldur hundsins, hvolpar og eldri hundar eiga erfiðara með álag sem fylgir niðurgangi
- Skert ónæmiskerfi
- Almennt heilsufar, hundar með undirliggjandi sjúkdóma
Bráðaniðurgangur getur átt sér nokkrar orsakir, yfirleitt jafnar meltingin sig án nokkurra inngripa eða meðferð gegn einkennum, án þess að orsökin sé greind. Sé niðugangurinn langvarandi er mikilvægt að finna orsök í samráði við dýralækni.
Algengasti bráðaniðurgangur er svokallaður osmótískur niðurgangur sem orsakast yfirleitt af laktósaóþoli, ofáti, inntöku á mat/fóðri sem er illmeltanlegt eða parvóvírus (fá tilfelli hérlendis en þó mikilvægt að hafa í huga).
Við bráðaniðurgangi er mikilvægt að hlúa að vatnsinntöku, næringarinntöku og hvíld.
Orsakir?
- Meltingartruflun
- Bakteríur, veirur, sníkjudýr
- Aukabitar, ný verðlaun o.s.frv.
Hvenær höfum við samband við dýralækni?
- Hiti
- Mikil uppköst með
- Slappleiki
- Niðurgangur í lengri tíma
- Blóðugar hægðir
Aðlögun næringarþarfa er ávallt hluti af lausn hunda með bráðan niðurgang, hafa þarf sérstaklega í huga með hvolpa að næringin mæti þörfum vaxandi einstaklings. Fyrsta skref er að velja sérlega auðmeltanlegt fóður (prótein meltanleiki yfir 87% og fitu og kolvetna meltanleiki yfir 90%), er þá fyrsta val yfirleitt sjúkrafóður sérstaklega ætlað til þess að byggja upp meltingarveginn á ný - t.d. Royal Canin Gastrointestinal línan.
Sé ætlunin að gera heimatilbúna lausn er nauðsynlegt að hún sé fullbúin þeim næringarefnum sem tapast sérstaklega við niðurgang.
Hafa skal í huga að ekki er lengur ráðlagt að láta hunda fasta sem fá í magann.
Ráð:
1. Góðgerlar eins og t.d. pro-kolin/pro-lac
2. Fóður sérstaklega gert fyrir meltingarfærasjúkdóma
3. Engir aukabitar, bein eða önnur verðlaun
4. Ef niðurgangur er langvarandi er nauðsynlegt að greina orsök/uppruna með dýralækni
Tegund meðferðar | Líkleg virkni | Mögulegar aukaverkanir |
Aðlagað matarræði | Bættur meltanleiki leiðir til minni afgang hvarfefnis í fæðu sem er tiltækt fyrir bakteríuvöxt. | Engar þegar auðmeltanleiki næringarinnar er hár og ekkert fæðuóþol til staðar. |
Góðgerlafæði/trefjar | Stuðla að auknum vexti gagnlegra baktería sem breyta síðan í stuttkeðja fitusýrur, sumar trefjar binda skaðleg umbrotsefni baktería. | Getur valdið vindgangi og niðurgangi hjá einstaka sjúklingum. Mjög einstaklingsbundin svörun. |
Góðgerlar | Það fer eftir tegund góðgerla sem notaðir eru, en geta bætt varnir meltingarvegarins og virkað örverueyðandi. | Almennt fáar aukaverkanir, en vegna þess hvaða tegund góðgerla virkar í hverju tilfelli er oft óskýrt hvaða sjúklingur þyrfti hvaða tegund. |
Sýklalyf | Minnkun á heildar bakteríuálagi og/eða slímhúðarviðloðandi bakteríum. Leiðir til minni mótefnavakaörvunar og umbreytingu eitraðra umbrotsefna. | Getur valdið langvarandi breytingum á samsetningu örvera í meltingarvegi þegar sýklalyfjagjöf er hætt. Hætta á endurvexti baktería og auknar áhyggjur af auknu sýklalyfjaónæmi. |
Tafla 1. Athugið að í sumum tilfellum er notkun sýklalyfja þörf.
Vissir þú að hrísgrjón og kjúkling skortir 17 nauðsynleg næringarefni?
Ekki er hægt að rökstyðja að þetta sé einungis gefið í stuttan tíma þegar bráðaniðurgangur stendur yfirleitt yfir í stuttan tíma og er hundurinn viðkvæmur á því tímabili. Eigi að gefa heimatilbúna lausn er mikilvægt að bæta við rétt samsettum snefilefnum, vítamínum, steinefnasöltum. Sérstaklega þarf að huga þarf að orkuinntöku dýrsins við slíkar aðstæður.
Ráðlagt við niðurgang þegar uppruni er óþekktur og hundur er í eðlilegum holdum eða of léttur. Kemur einnig í blautmat.
Sérstaklega hannað fyrir hvolpa í uppvexti með vandamál í meltingu. Kemur einnig í blautmat.
Ráðlagt við niðurgang þegar uppruni er óþekktur og hundur er í ofþyngd.
Ráðlagt við niðurgang þegar þörf er á auknu trefjamagni (t.d. fibre responsive entheropathy).
Ráðlagt við niðurgang þegar uppruni er þekktur. (t.d. hyperlipidemia, pancreatitis/brisbólgur, lymphangiectasia). Kemur einnig í blautmat.
Í tilfellum þar sem grunur er um fæðuóþol eða þörf á vatnsrofnum próteinum er ráðlagt að gefa Royal Canin Hypoallergenic eða Royal Canin Anallergenic.
Athugið - ávallt skal hafa samband við dýralækni sýni hundur merki um slappleika eða almenn veikindi.
Nánara lesefni:
Small Animal Gastroenterology, Jörg M. Steiner, 2008.
Small Animal Clinical Nutrition, 5th Edition.
https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/jvim.15481
Tafla 1: https://www.vetsmall.theclinics.com/article/S0195-5616(20)30102-9/fulltext
Theodóra Róbertsdóttir
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt, aðaláhugasvið hennar liggur í næringu hunda og katta ásamt því að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.