Deildarsýning Schnauzerdeildar HRFÍ var haldin hátíðlega 4. febrúar sl. í sýningarsal Dýrheima þar sem tæplega 80 hundar auk ræktunarhópa tóku þátt.
Sýningin hófst kl 09:00 á Miniature Schnauzer Svart og silfur og tóku hinar tegundirnar við koll af kolli. Sýnt var frá hringnum á kaffihúsinu við góðar undirtektir á svæðinu. Í hádegishléi hélt Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur stutt fræðsluerindi um meltingu og næringarþarfir hunda ásamt því að fjalla stutt um sérstakar næringarþarfir Miniature Schnauzer hunda (Sjá nánar hér).
Deildin bauð einnig upp á keppni ungra sýnenda í yngri og eldri flokki þar sem þátttakendur kepptu með Schnauzera af öllum stærðum.
Boðið var upp á lifandi fræðslu til viðskiptavina, kaffihúsið bauð upp á fjölbreytta drykki og góðgæti við góðar undirtektir.
Besti hundur sýningar var "Svartwalds Galadriel goes to stapakots"
Niðurstöður sýningar
Besti hundur sýningar 1. Svartwalds Galadriel goes to Stapakots 2. Heljuheims Draumur í Dós 3. Svartwalds Sidewind 4. Merkurlautar Pasco
Dýrheimar bjóða upp á sýningarþjónustu þar sem Jóhanna Líf sýnir hundinn gegn bókun.
Hér má sjá frábæran árangur "Dýrheimahundanna" þeirra Þórs og Móa sem lönduðu 2. og 3. sæti í keppni um besta hund sýningar hjá Jóhönnu en Jóhanna sýndi alls fimm hunda á sýningunni.