ágúst 10, 2024 2 mínútur að lesa
Nú er skemmtilegri tvöfaldri hundasýningu HRFÍ lokið og það gleður okkur að segja frá því að fjölmargir hundar sem eru í eigu eða ræktaðir af Royal Canin ræktendum stóðu sig frábærlega í hringnum um helgina. Við óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn
Rottweiler rakkin 💥DRAGO💥 Drago vom Rheiderland varð annar besti hundur sýningar en 1200 hundar voru skráðir á sýninguna. Drago er í eigu Lilju Bjarnadóttir, Fannars Katrínarsonar og Önnu Karenar Halldórsdóttur.
Þriðji besti hundur sýningar var Pomeranian rakkinn💥ANDY💥 HC Poms Lucky Boy sem er í eigu Jessicu Frohagen og Sigurlaugar Sverrisdóttur.
Þriðji besti ungliði sýningar var Whippet tíkin 💥Eldþoku Bugða💥 en hún er bæði í eigu og ræktuð af Selmu Olsen.
Besti öldungur sýningar var íslenska fjárhunds tíkin 💥Stemma Rektorsdóttir frá Ólafsvöllum💥 hún er í eigu Guðríðar Þorbjargar Valgeirsdóttur og Þorbjargar Ástu Leifsdóttur.
Besta ungviði sýningar var Labrador tíkin 💥Gullhaga Hekla💥 er ræktuð af og í eigu Báru Tómasdóttur.
Þriðja besta ungviði sýningar var Weimeraner rakkinn 💥Töfraheims Fantastic Falk💥 er ræktaður af og í eigu Bjarna Ká Sigurjónssonar og Arna Diljá S. Guðmundsdóttir.
Royal Canin ræktendur áttu einnig fallega hópa í úrslitum.
💥Svartwalds💥Miniature Schnauzer ræktun átti besta ræktunarhóp sýningar. Svartwalds ræktun er í eigu Maríu Bjargar Tamimi.
💥Leirdals💥Ensk cocker ræktun átti þriðja besta ræktunarhóp sýningar. Leirdals ræktun er í eigu Þórdísar Maríu Hafsteinsdóttur.
Tegundahópur 2
Í 1.sæti var Rottweiler rakkinn Drago vom Rheiderland í eigu Lilju Bjarnadóttir, Fannars Katrínarsonar og Önnu Karenar Halldórsdóttur.
Í 2. sæti var Bullmastiff rakkinn Safety of Flatland Edward newgate to Darktimes sem er í eigu Söndru Bjarkar Ingadóttur
Í 4. sæti var Miniature Schnauzer rakkinn Ultra Bright Star Dark Angel Julia sem er í eigu Sigmars Hrafns Eyjólfssonar.
Tegundarhópur 4
Í 4. sæti var síðhærði Dachshund tíkin Mindogland Yakitori sem er í eigu Jóhönnu Mjallar Tyrfingsdóttur.
Tegundahópur 5
Í 1.sæti var Pomeranian rakkinn HC Poms Lucky Boy sem er í eigu Sigurlaugar Sverrisdóttur & Jessicu Frohagen.
Í 2. sæti var íslenski fjárhunds rakkinn Arnarstaða Þróttur sem ræktaður er af Guðríði Þorbjörgu og Þorbjörgu Ástu. Þróttur er í eigu Sigríðar Ísleifsdóttur.
Tegundahópur 7
Í 2. sæti var Vorseth tíkin Zeldu DNL Rökkva sem ræktuð er af Kjartani Antonssyni og Eydísi Grétu Guðbrandsdóttur. Rökkva er í eigu Hafrúnar Sigurðardóttur.
Tegundahópur 8
Í 2. sæti var Labrador rakkinn Ciboria's Oliver sem er í eigu Rósu Kristínar Jensdóttur.
Í 4. sæti var Enski Cocker rakkinn Hardwater I Don't Care.
Tegundahópur 9
Í 3. sæti var Havanese tíkin Vatnavíkur Þannig Týnist Tíminn Hekla en hún er í eigu Zannyar Lindar Hjaltadóttur.
Árangur Royal Canin ræktenda á hundasýningunni var meiriháttar góður en þá mátti sjá í fjölda annarra hunda í verðlaunasætum í sinni tegund! Góð næring, góð umhirða og réttur undirbúningur skilar góðum árangri! Við erum ávallt til staðar til þess að stuðla að sem bestum árangri hundanna “okkar”!
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangur helgarinnar og hlökkum til að fylgjast með næstu sýningum! ❤