nóvember 01, 2023 1 mínútur að lesa
Laugardaginn 28. október var hinn árlegi dagur Ungmennadeildar HRFÍ og Royal Canin haldinn. Viðburðurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ og var þátttaka frábær! Um 100 sýnendur á öllum aldri voru skráðir til leiks. Keppt var í eftirfarandi flokkum:
Barnaflokki 3-5 ára
Barnaflokki 6-9 ára
Yngri flokki ungra sýnenda (10-12 ára)
Eldri flokki ungra sýnenda (13-17 ára)
Fullorðinsflokki 18-34 ára
Fullorðinsflokki 35 ára+
Dómarar sýningarinnar voru fyrrum og núverandi ungir sýnendur sem stóðu sig með glæsibrag.
Ungmennadeild HRFÍ og Royal Canin hafa átt gott samstarf undanfarin ár þar sem deildin skipar mikilvægan sess í endurnýjun í hundasportinu ásamt því að hvetja til aukinnar samveru barna og hunda.