Dagur Ungmennadeildar HRFÍ og Royal Canin

nóvember 01, 2023 1 mínútur að lesa

Laugardaginn 28. október var hinn árlegi dagur Ungmennadeildar HRFÍ og Royal Canin haldinn. Viðburðurinn var haldinn í húsnæði HRFÍ og var þátttaka frábær! Um 100 sýnendur á öllum aldri voru skráðir til leiks. Keppt var í eftirfarandi flokkum: 

  • Barnaflokki 3-5 ára

  • Barnaflokki 6-9 ára

  • Yngri flokki ungra sýnenda (10-12 ára)

  • Eldri flokki ungra sýnenda (13-17 ára)

  • Fullorðinsflokki 18-34 ára

  • Fullorðinsflokki 35 ára+

Dómarar sýningarinnar voru fyrrum og núverandi ungir sýnendur sem stóðu sig með glæsibrag. 

Samstarf Ungmennadeildar HRFÍ og Royal Canin

Ungmennadeild HRFÍ og Royal Canin hafa átt gott samstarf undanfarin ár þar sem deildin skipar mikilvægan sess í endurnýjun í hundasportinu ásamt því að hvetja til aukinnar samveru barna og hunda.