Kokteilakvöld Royal Canin ræktenda

október 31, 2023 1 mínútur að lesa

Kokteilakvöld Royal Canin ræktenda var haldið hátíðlegt síðastliðinn föstudag, þar sem fjöldi ræktenda mætti til þess að gleðjast, fræðast og eiga góða stund saman. Viðburðurinn var haldinn í húsnæði okkar í Dýrheimum og var góð stemning í sýningarsalnum og hjarta hússins - kaffihúsi Dýrheima. 

Stemning á kokteilakvöldi

"Ræktaðu með hjartanu og tilfinningunni - Treystu innsæinu"

Royal Canin ræktendur

Fjöldi hunda- og kattaræktenda eiga í góðu samstarfi með Royal Canin og Dýrheimum. Slíkt samstarf byggir á trausti og ábyrgð beggja aðila. Áhersla er lögð á góðan grunn og gott upphaf meðgöngu, góða umönnun ungviða og í gegnum öll lífsstig dýranna. 

 

Hefur þú áhuga á að gerast Royal Canin ræktandi?  - hafðu samband við dyrheimar@dyrheimar.is