Endurnýjaður samstarfssamningur við Deild Enska Setans árið 2025

janúar 24, 2025 1 mínútur að lesa

Deild enska setans endurnýjaði samning sinn við Royal Canin á Íslandi nú á dögunum. Við þökkum fyrir gott samstarf undanfarin ár og hlökkum til ársins með deildinni sem stendur vörð um ræktun enska setans hér á landi og heldur utan um viðburði og veiðipróf á kyninu auk annarra veiðihundakynja. Á myndinni má sjá Ólaf Örn formann deildarinnar, Helgu Maríu stjórnarmann ásamt Theodóru dýrhjúkrunarfræðing Dýrheima.

DESÍ og Dýrheimar