Mjóhundadeild HRFÍ í samstarfi við Royal Canin á Íslandi heiðraði stigahæstu hunda ársins á kaffihúsi Dýrheima 27. febrúar síðastliðinn. Heiðraðir voru stigahæstu hundar í hverri tegund ásamt stigahæsta mjóhundi deildarinnar þar sem Afghan Hound stóð upp úr.
Mjóhundadeild HRFÍ var stofnuð 2007 og stendur vörð um ræktun mjóhunda í tegundarhóp 10. Deildin heldur úti virku starfi í beituhlaupi og hélt m.a. á árinu glæsilega deildarsýningu í sýningarsal Dýrheima. Lesa má nánar um störf deildarinnar HÉR.