október 02, 2023 1 mínútur að lesa
Við fengum ánægjulega heimsókn í dag frá Sjálfstæðisflokknum. Heimsóknin var partur af kjördæmaviku flokksins sem nú stendur yfir. Teymið okkar sýndi þeim aðstöðuna og átti mjög gott spjall um þau málefni sem skipta máli fyrir gæludýraeigendur. Til að mynda var rætt um aukið aðgengi hunda í íslensku samfélagi, aukna þjónustu við gæludýraeigendur, viðurkenningu á hundasportinu og mikilvægi þess að fá aðgengi að viðunandi húsnæði fyrir sportið. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna!