Hundaskólinn - Nóvember!

október 20, 2023 1 mínútur að lesa

"taktu hundinn með" - leggjum áherslu á góða umhverfisþjálfun og vellíðan hunda í samfélaginu með okkur!

Næstu námskeið/tímar sem hefjast í nóvember: 


Samfélagsvinur: 4 skipta námskeið með 1 bóklegum tíma og 3 verklegum tíma þar sem Auður hundaþjálfari leggur fram æfingar fyrir hund og stjórnanda sem snúa að því að gera hundana að góðum þegnum í samfélaginu. 

Hefst 8. nóvember - Lítill hópur. 


Þjálfari á staðnum:Stök skipti þar sem hægt er að bóka aðgang að þjálfunarrými inni, stjórnandi þjálfar á eigin forsendum en hundaþjálfari er á staðnum til aðstoðar eftir þörfum. Hámark 6 laus pláss í salnum hverju sinni. 

Næstu 2 tímar: 8. nóvember - 15. nóvember 


Einkatími - fyrsti tími: Búið er að opna fyrir einkatíma í nóvember! Í einkatímum er farið yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar osfrv. Eigandi fær æfingarvinnu skv. greiningaplani hundaþjálfara. 

*ATH! Fullt er orðið í krílatíma á mánudögum. 

Uno -  Cavalier
Uno - Cavalier