Hundaskólinn stækkar! Nýr hundaþjálfari!

júní 23, 2023 1 mínútur að lesa

Við bjóðum Auði Björnsdóttur hundaþjálfara hjartanlega velkomna til starfa, en hún hefur störf hjá Dýrheimum 14. ágúst. 

Auður björnsdóttir

Auður hefur starfað sem hundaþjálfari í fjöldamörg ár og er sérstaklega menntuð í þjálfun blindra- og hjálparhunda. Einnig hefur Auður þjálfað leitarhunda fyrir BHSÍ og stundað hundadans (e. Heelwork to music) með hundunum sínum. Í þjálfun sinni leggur Auður sérstaka áherslu á umhverfisþjálfun hvolpa og hunda, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir aukið aðgengi hunda í samfélaginu okkar.