september 19, 2024 2 mínútur að lesa
Í síðustu viku fór fram námskeið fyrir lestrarliða í verkefninu lesið fyrir hund í húsakynnum Dýrheima. Verkefnið, sem hefur vakið athygli fyrir óhefðbundna nálgun á lestrarnámi barna. Það gengur út á það að börn lesa fyrir hunda í rólegu umhverfi með aðstoð lestrarliða, sem gegna hlutverki stuðningsaðila og vina.
Námskeiðið var haldið hjá okkur í Dýrheimum. Mánudaginn 9. september var fyrirlestur inná kaffihúsinu okkar þar sem þátttakendur fengu kynningu á verkefninu og þriðjudeginum 10. september voru svo verklegar æfingar þar sem hundarnir voru metnir, hvort þeir hentuðu fyrir verkefnið og svo var sett upp notarleg lestrarstund þar sem börn fengu að prófa að lesa fyrir hundana. Viðburðurinn var vel heppnaður og við þökkum stjórnendum Vigdísar og þátttakendum fyrir komuna.
Verkefnið hefur einnig verið haldið reglulega á ýmsum bókasöfnum, þar á meðal á Borgarbókasafni Reykjavíkur, Bókasafni Seltjarnarness, Bókasafni Kópavogs, Bókasafni Garðabæjar, Bókasafni Álftaness, Bókasafni Mosfellsbæjar og Bókasafni Hveragerðis. Á laugardögum fá börn tækifæri til að heimsækja þessi söfn og lesa fyrir hunda sem eru sérþjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Bókasöfnin auglýsa lestrarstundirnar og foreldrar geta skráð börnin sín í lesturinn.
Hvert barn hefur 20 mínútur til að lesa fyrir hundinn og eiganda hans, sem gegnir hlutverki lestrarliða. Í hverri lestrarstund eru tveir hundar með eigendum sínum til staðar, sem þýðir að sex börn fá tækifæri til að lesa í hverri lestrars, þrjú börn á klukkustund fyrir hvern hund. Þessar lestrarstundir eru haldnar einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina á flestum bókasöfnunum.
Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er mánudaga - laugardaga frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar.