september 23, 2024 3 mínútur að lesa
Spanieldeild HRFÍ hélt deildarsýningu sína í sýningarsalnum okkar laugardaginn 21. september. Sýningin hófst kl. 13 á ungum sýnendum en 13 börn og ungmenni voru skráð til leiks. Í þessari ungra sýnendakeppni var skilyrði að sýna spanielhund og því fengu keppendur að spreyta sig á nýjum hundum í sumum tilfellum. Ótrúlega skemmtilegt að sjá ungt fólk spreyta sig í hringnum með hundunum.
Almennur ræktunardómur hófst svo um kl. 15.30 á amerískum cocker spaniel og svo tóku hinar tegundirnar við koll af kolli. Sýnt var frá sýningahringnum á kaffihúsinu okkar við góðar undirtektir á svæðinu. Á kaffihúsinu gátu gestir því fylgst með sýningunni á skjánum í notalegu umhverfi og fengið sér veitingar á meðan.
Um 70 spanielhundar voru skráðir til leiks af þremur tegundum en það voru amerískur cocker spaniel, enskur cocker spaniel og enskur springer spaniel. Hundarnir voru á öllum aldri, allt frá krúttlegum ungviðum í yngri hvolpaflokki upp í tignarlega öldunga sem sýndu sig með glæsibrag. Nokkrir ræktunarhópar, afkvæmahópar og pör voru einnig skráðir til leiks.
Gott andrúmsloft var á sýningunni og þökkum við Spanieldeildinni fyrir samveruna.
Spanieldeild HRFÍ ber ábyrgð á varðveislu og ræktun á enskum cocker, amerískum cocker og enskum springer hundum á Íslandi í umboði stjórnar Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ). Deildin er mjög virk og heldur ýmsa skemmtilega viðburði fyrir meðlimi deildarinnar. Á facebook síðu deildarinnar má fylgjast með starfseminni og þar setur stjórnin inn ýmsan fróðleik - sjá hér.
Besti hundur sýningar
1. sæti var enski cocker rakkinn Haradwater I Don't Care.
2. sæti var ameríska cocker tíkin Æsku París
3. sæti var enski springer rakkinn Mountjoy Amble Acton
Besti ungliði sýningar
1. sæti var ameríska cocker tíkin Æsku París
2. sæti var enski cocker rakkinn Manaca's Blue Print
Besti öldungur sýningar
1. sæti var enska cocker tíkin Manlinson Audrey Hepburn
Besti hvolpur 3-6 mánaða
1. sæti var enski cocker rakkinn Eldhuga Back on Track
Besti hvolpur 6-9 mánaða
1. sæti var enski cocker tíkin Vökul Vonarstjarna Frá Götu
Besti ræktunarhópur sýningar
1. Enskur springer ræktunarhópur frá Sléttuhlíðar ræktun.
2. Enskur cocker ræktunarhópur Augnaryndis ræktun.
3. Amerískur cocker ræktunarhópur frá Æsku ræktun
Besti afkvæmahópur sýningar
1. Enski cocker rakkinn Haradwater I Don't Care með afkvæmum.
2. Enski springer rakkinn Mountjoy Amble Acton með afkvæmum.
Besta par sýningar
1. Par af tegundinni enskur cocker spaniel
2. Par af tegundinni enskur springer spaniel
Óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn á sýningunni en í úrslitum mátti sjá marga fallega fulltrúa fóðraða á Royal Canin og erum við afar stolt af þeim.
Í fóðrinu eru fjölómettaðar ómega-3 fitusýrur, amínósýran tárín og L-karnitín en tvö síðast töldu efnin leika hlutverk í heilbrigðum hjartavöðva á meðan ávinningurinn af ómega-3 fitusýrunum snýr meira að æðakerfinu.
Styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar með fjölómettuðum ómega-3 fitusýrum (EPA og DHA) en þær leika lykilhlutverk í öllum frumuhimnum líkamans, og með A-vítamíni og hjólkrónuolíu en öll leika þessi efni lykilhlutverk í heilbrigðri húð og feld.
Kúlurnar eru sérstaklega hannaðar með Cocker Spaniel í huga og eru þannig að stærð og í lögun að það er auðveldara fyrir hundinn að ná þeim upp.
Lögun fóðurkúlnana dregur auk þess úr tannsteinsmyndun því þær hvetja hundinn til að tyggja og því fá tennurnar ákveðna "burstun" frá fóðurkúlunum. Ennfremur er í fóðrinu kalkbindandi efni en kalk í munnvatni er einn stærsti þátturinn í myndun tannsteins.
Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum.
Prótein: 25% - Trefjar: 1.4% - Fita: 14%.
Kaffihús Dýrheima er miðstöð þar sem hunda- og kattaeigendur geta sest niður og slakað á og hitt aðra gæludýraunnendur, með eða án dýranna sinna. Opið er mánudaga - laugardaga frá kl. 12-16 fyrir drykki og veitingar.