Öflugt starf Kattholts, fræðsla og framtíð

maí 12, 2025 2 mínútur að lesa

Kattholt

Kattholt er rekið af Kattavinafélagi Íslands sem stofnað var árið 1976 til þess að sjá um heimilislausa ketti. Kattholt sinnir því óeigingjarna starfi við að veita köttum skjól, umönnun og umhyggju á meðan þeir bíða eftir nýjum eigendum. Kattholt sinnir þó ekki einungis heimilislausum köttum heldur rekur það einnig kattahótel í aðskilinni byggingu til þess að mæta þörf eigenda á öruggu athvarfi eftir þörfum þeirra meðan eigendur fara í frí.

💡 Vissir þú að?

Í upphafi fóru kettirnir heim til stofnanda Kattholts en félagið og starfsemi þess hefur vaxið enda gífurleg þörf á öruggu athvarfi fyrir heimilislausa ketti. 

Fræðsla til kattholts

Nýlega sátu starfsmenn Kattholts fræðslu í boði Dýrheima hjá Theodóru, dýrahjúkrunarfræðingi. Áhersla var lögð á umönnun katta, streitumerki, skipulagi í umgengni katta undir streitu sem og mikilvægi næringar. Kattholt leggur mikla áherslu á þekkingarþróun starfsfólks sem og stöðugar umbætur í umönnun og verklagi félagsins. Með því má ávallt stuðla að því að veita bæði hótelgestum og köttum í heimilisleit þá bestu umönnun sem unnt er hverju sinni.

Frjáls framlög og heimilisleit

Rekstur Kattholts

Kattholt rekur sig að mestu á frjálsum framlögum, hótelgjaldi hótelgesta Kattholts sem og hóflegu árgjaldi meðlima Kattavinafélags Íslands (skrá sig hér).  En Kattholt er einnig með litla verslun í anddyri sínu þar sem finna má ýmislegt nytsamlegt fyrir kattahald en einnig má versla kattafóður frá Royal Canin. 

Kisur í heimilisleit

Hóflegt gjald er greitt fyrir kött úr Kattholti en gjaldið er undir almennum dýralæknakostnaði sem vænta má í upphafi kattaeignar. Á sama tíma er heimlislausum ketti veitt framtíðar heimili sem er frábær gjöf fyrir köttinn sjálfan sem og nýja eigendur hans.

Kolfinna - Kattholt
Kolfinna - Kisa í heimilisleit í maí 2025 frá Kattholti