"Eigendur verði sérfræðingar í sínum dýrum"

apríl 25, 2025 3 mínútur að lesa

Það að eiga hund eða kött felur ekki eingöngu í sér gleði og samveru – heldur einnig mikla ábyrgð. Hjá Dýrheimum hefur sú stefna alltaf verið í forgrunni að eigendur verði að sérfræðingum í sínum dýrum, því þekking og fyrirbyggjandi umönnun er lykilinn að heilbrigðu og hamingjusömu lífi dýranna okkar.


Lesa má viðtal við Theodóru, dýrahjúkrunarfræðing Dýrheima í heild sinni hér að neðan:

Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda ræktun
Norskur skógarköttur frá Hlíðarenda ræktun

"Með því að auka þekkingu og sjálfstraust eigenda á heilsu dýra sinna má þannig fyrirbyggja í mörgum tilfellum stærri vandamál og auðvelda eigendum að þekkja hvenær er svo þörf á að leita til dýralæknis."

Fyrirbyggjandi umönnun dýra er lykillinn að heilbrigðu lífi þeirra

Heilsa dýrsins þíns er ómetanleg og það að grípa snemma inn í getur gert gæfumun. Fyrirbyggjandi umönnun felst í reglulegu eftirliti með heilsu, vandaðri næringarráðgjöf, tannhirðu, öruggri hreyfingu og því að fylgjast með breytingum á hegðun eða útliti dýrsins. Með því að efla vitund eigenda um þessi atriði má fyrirbyggja margskonar heilsuvanda og bæta lífsgæði bæði dýrs og eiganda.

Í Heilsutékki Dýrheima eru lykilatriði skoðuð eins og tannheilsa, holdafar og ástand vöðva og feldar. Næringarráðgjöf fylgir gjarnan með, þar sem næring er einn af stærstu áhrifavöldum í heilsu og vellíðan dýra. Það er engin tilviljun að næring er í dag talin vera fimmta "lífsmarkið" – en rétt næring getur skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu gæludýrs.

Samfélag og fræðsla - traustur grunnur

Sterkt samfélag og aðgengileg fræðsla er lykilatriði í að styðja við eigendur í að verða örugga og sjálfstæðari í umönnun gæludýranna sinna.


Það getur verið yfirþyrmandi að lesa ólíkar ráðleggingar og fullyrðingar á netinu um fóðrun, þjálfun og umönnun dýranna. Mikilvægt er að velja þjónustu og vörur byggðar á þekkingu og rannsóknum en ekki eingöngu markaðssetningu. Dýrheimar leggja mikla áherslu á gagnrýna hugsun og hvetja eigendur til að spyrja spurninga, afla sér upplýsinga og vinna markvisst að velferð dýra sinna. 

Írskur Setter
Hvolpar frá Irish Red Glow ræktun

Að eigendur verði sérfræðingar í sínu dýri

„Við trúum því að traust samfélag ábyrgra hunda- og kattaeigenda stuðli að góðu lífi dýranna og það sem við viljum ná fram með reglulegu Heilsutékki er að eigendur verði sérfræðingar í sínum dýrum til að geta stutt sem best við þau heima fyrir. Með því að auka þekkingu og sjálfstraust eigenda á heilsu dýra sinna má þannig fyrirbyggja í mörgum tilfellum stærri vandamál og auðvelda eigendum að þekkja hvenær er svo þörf á að leita til dýralæknis. 

Mikilvægi næringar

Mikilvægi fóðurs er oft vanmetið, en rétt samsett næring getur haft áhrif á allt frá ónæmiskerfi og orku til húðar og feldar. Hundar og kettir þurfa fjölbreytt næringarefni og það er ekki alltaf einfalt að lesa úr innihaldslýsingum eða næringargildum og velja rétt úr því stóra úrvali sem býðst í dag. Vísindalega þróað fóður, sem þróað er í samvinnu við dýralækna og næringarfræðinga, tryggir að dýrin fái þá næringu sem þau þurfa á mismunandi lífsskeiðum, við mismunandi aðstæður.

Hluti af fjölskyldunni

Dýrin eru hluti af fjölskyldunni og eiga skilið þá umhyggju og athygli sem þau þurfa – hvort sem það er í gegnum leik, hreyfingu eða með því að fóðra þau vel. Fyrirbyggjandi umönnun er besta gjöfin sem þú getur gefið gæludýrinu þínu.

Við hvetjum alla hunda- og kattaeigendur til að vera vakandi fyrir heilsu dýranna sinna og nýta sér þá fræðslu, ráðgjöf og þjónustu sem stendur til boða. Ef þú hefur spurningar eða vilt bóka heilsutékk, þá erum við alltaf til staðar í Dýrheimum, Víkurhvarfi 5, eða á www.dyrheimar.is.

Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur
Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur