mars 16, 2023 2 mínútur að lesa
Fjár- og harðhundadeild HRFÍ endurnýjaði samning sinn við Royal Canin á Íslandi nú á dögunum. Við þökkum fyrir gott samstarf undanfarin ár og hlökkum til ársins með deildinni sem stendur vörð um ræktun ýmissa fjár- og hjarðhundategunda hér á landi.
Þurrfóður fyrir meðalstóra hunda eldri en 12 mánaða.
Fóðrið inniheldur öflug andoxunarefni og góðgerlafæði (MOS) sem styrkja ónæmiskerfið og efla náttúrulegar varnir líkamanns.
Auðmeltanleg hágæða prótein (LIP) og trefjar sem stuðla að bættri meltingu. Inniheldur góðgerlafæðuna MOS sem auk þess heldur þarmaflóru í góðu jafnvægi.
Inniheldur ómega-3 og ómega-6 fitusýrur sem styrkja ytri vörn húðarinnar og þannig stuðlar fóðrið að glansandi feldi og heilbrigðri húð.
Prótein: 25% - Trefjar: 1.3% - Fita: 14%.
Þurrfóður sérhannað fyrir hunda í meðal-mikilli þjálfun, hentar sérlega vel fyrir hunda í í meðal vinnu.
Fóður ríkt af auðmeltanlegum próteinum (LIP) og fitu. Trefjar og góðgerlar (MOS) til þess að styðja við meltingu undir álagi.
Fitusýrusamsetningin í fóðrinu er með þeim hætti að hundurinn þarf ekki að eyða mikilli orku né fyrirhöfn (blóðflæði til meltingarvegar) við að melta kúlurnar þar sem um er að ræða miðlungs stuttar fitusýrur sem krefjast ekki mikillar orku til niðurbrots og flutnings frá meltingarvegi yfir í blóðið (e. passive diffusion).
Stuðlar að auknu súrefnisflæði til vöðva og viðheldur vöðvamassa með háu próteinhlutfalli.
Fóðrið inniheldur bæði glúkósamín og kondróítin en bæði þessi efni leika lykil hlutverk í heilbrigðum liðum. Auk þess er í fóðrinu ómega-3 fitusýrur sem draga úr bólgum sem oft myndast í liðum. Öll þessi efni og hlutverk þeirra verða sérstaklega mikilvæg í hundum sem eru í mikilli þjálfun/vinnu.
Blanda andoxunarefna sem hlutleysa sindurefni sem verða til undir auknu álagi líkamans og minnka þannig skaðleg áhrif þeirra á líkamann.
ATH! Fóðrið er orkuríkt og mikilvægt að fylgjast með holdafari hundsins ef hann er ekki í mikilli vinnu.
Prótein: 28.0% - Fita: 21.0% - Trefjar: 2.6% - Lútein: 14.5 mg/kg fóðurs - Beta-karótín: 2.0 mg/kg fóðurs.