október 07, 2024 1 mínútur að lesa
Stórhundadagar voru haldnir helgina 5.-6. október í Garðheimum. Eva okkar stóð vaktina og tók á móti gestum sem gátu komið í spjall til hennar og fengið prufur af Start of Life línunni frá Royal Canin. Það var margt um manninn og gaman að sjá fallegu hundana á kynningunni.
Ótrúlega skemmtilegir viðburðir þessir dagar sem haldnir eru í Garðheimum og hlökkum við til að sjá sem flesta á næstu viðburðum. Áherslan á básnum okkar var Start of Life línan frá Royal Canin en hún tryggir hvolpunum okkar besta mögulega upphaf lífsins og er sérsniðin að þörfum hvolpanna okkar upp allt vaxtaskeið þeirra.