október 07, 2024 2 mínútur að lesa
Laugardaginn 5. október fór fram ráðstefna um húðsjúkdóma og meðhöndlun þeirra í gegnum næringu. Tveir erlendir dýralæknar komu til landsins og fóru með erindi um viðfangsefnið. Það voru þær Cecilia Villaverde og Alejandra Filippini.
Ráðstefnan var í boði Royal Canin á Íslandi en fagfólk kom þar saman til að fræðast, tengjast og njóta. Viðburðurinn fór fram í fallega sýningarsalnum okkar þar sem boðið var upp á fræðslu frá tveimur erlendum sérfræðingum sem deildu þekkingu sinni með gestum. Cecilia Villaverde, annar fyrirlesaranna, er dýralæknir og næringarfræðingur og starfar við næringarráðgjöf hjá Expert Pet Nutrition. Cecilia situr einnig í stjórn WSAVA Global Nutrition Committee og hefur skrifað nokkrar greinar og bókakafla um fóðrun gæludýra. Alejandra Filippini er einnig dýralæknir sem er í forystu í vísindamiðlun hjá Royal Canin. Hún hefur víðtæka þekkingu á næringu smádýra og mikinn metnað fyrir þróun á sviði dýralækninga.
Fjölmargir gestir úr dýraheilbrigðisgeiranum sóttu ráðstefnuna og sköpuðu góða stemningu. Gestir fengu fræðslu um meðhöndlun húðsjúkdóma með næringu sem mun vonandi styrkja fagfólk enn frekar í faginu þar sem orsök húðvandamála geta oft verið flókin í greiningu.
Veitingar voru á borðum fyrir ráðstefnugesti sem vakti lukku meðal þeirra. Einnig voru kokteilar á boðstólnum og skapaði það skemmtilega og notalega stemningu á meðan fólk naut samverunnar yfir fræðslunni. Eftir fræðsluna gátu gestir staldrað við, spjallað og myndað tengsl við aðra gesti.
Við þökkum ráðstefnugestum kærlega fyrir komuna og vonum að fræðslan nýtist þeim vel og að þeir hafi átt góða stund með vinum og samstarfsfólki!