Ársfundur Tíbet spaniel deildar HRFÍ

maí 02, 2023 1 mínútur að lesa

Tíbet spaniel deild HRFÍ hélt þann 29. mars síðastliðinn ársfund deildarinnar á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum deilda HRFÍ er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu, kosið í stjórn deildarinnar og ýmis málefni rædd. Á kaffihúsinu var svo hægt að næla sér í dýrindis kaffibolla, drykki og nýbakaða möndluköku. 

Tíbet spaniel deild hrfí

Af heimasíðu deildarinnar ,,Deildin var stofnuð 19. nóvember 1995 og hefur það að markmiði að efla heilbrigði og gæði ræktunar á Tíbet Spaniel tegundarinnar á Íslandi. Einnig er hún vettvangur fyrir eigendur Tíbet Spaniel hunda að hittast, njóta samvistar og læra meira um tegundina." 


Nánari upplýsingar um tegundina og starf deildarinnar má finna hér!