Nýjung í hundaskóla Dýrheima

apríl 19, 2023 2 mínútur að lesa

Það er líf og fjör framundan í hundaskóla Dýrheima en við vorum að opna fyrir nýjar tímasetningar á námskeiðum. Við verðum með bæði hvolpa- og hlýðninámskeið í boði í hádeginu.

Hvaða ávinningur er af því að vinna með hundinum sínum?


Heilsufarsávinningur þess að vera með hundunum okkar er vel þekktur í vísindaheiminum. Þegar kemur að því að vinna með hundunum og eyða með þeim tíma í þjálfun sjáum við flest ávinninginn einnig heima fyrir því keðjuverkandi áhrifin verða mikil, með bættri samvinnu hunds og eiganda má sjá bætta vellíðan beggja aðila. 

Hundaskóli Dýrheima - nýjar tímasetningar námskeiða

Hvolpanámskeið


Á hvolpanámskeiði læra hvolpar augnsamband og samstarfsvilja við stjórnanda.

Notuð er jákvæð styrking, rödd og nammibitar/dót.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • ganga í taum
  • sitja
  • liggja
  • standa
  • innkall
  • slökun
  • nei skipun
  • gjörðu svo vel/eða frí

Farið er í umhverfisþjálfun og hvolpar læra að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður og eiga að geta gert allar æfingar á ólíkum svæðum. 

Námskeiðið hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri.


Fjöldi skipta er 8 og stendur hvert skipti yfir í 90 mínútur. Fyrsti tími er bóklegur án hunds.


Námskeiðið gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum.

Hlýðni 1 - námskeið


Hlýðninámskeið - grunnur er eingöngu verklegt og farið yfir samstarfsvilja hunds og augnsamband.

Þær æfingar sem farið er yfir á námskeiðinu eru:

  • hælganga í taum
  • hælganga laus við hæl
  • innkall inn á hæl
  • sitja og bíða
  • liggja og bíða (í hóp)
  • standa
  • hopp yfir hindrun
  • skoða tennur
  • fjarlægðarstjórnun

Námskeiðið er í alls 8 skipti, 90 mínútur í senn, og eingöngu verklegt og hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri.


Gott er ef hundur er búinn með hvolpanámskeið.