Það er líf og fjör framundan í hundaskóla Dýrheima en við vorum að opna fyrir nýjar tímasetningar á námskeiðum. Við verðum með bæði hvolpa- og hlýðninámskeið í boði í hádeginu.
Hvaða ávinningur er af því að vinna með hundinum sínum?
Heilsufarsávinningur þess að vera með hundunum okkar er vel þekktur í vísindaheiminum. Þegar kemur að því að vinna með hundunum og eyða með þeim tíma í þjálfun sjáum við flest ávinninginn einnig heima fyrir því keðjuverkandi áhrifin verða mikil, með bættri samvinnu hunds og eiganda má sjá bætta vellíðan beggja aðila.