Fyrirlestur um fyrstu hjálp fyrir hunda

maí 03, 2023 1 mínútur að lesa

Þann 20. apríl síðastliðinn var haldinn fyrirlestur um fyrstu hjálp í hundum, vel var mætt á fyrirlesturinn og varð þetta notaleg lærdómsrík stund yfir góðum drykk. Fjallað var um helstu grunngildi í heilsufari hunda, nokkur neyðartilfelli, einkenni og viðbrögð eigenda. Áhersla var lögð á að eigendur lærðu að þekkja hundana sína vel og þekktu einkenni til þess að tryggja góða upplýsingamiðlun þegar hringja þyrfti á neyðarvakt dýralækna. 

"Taktu hundinn með"

Hundar þátttakenda voru velkomnir með á fyrirlesturinn, en slík tækifæri eru mikilvæg til þess að stuðla að auknum tækifærum til umhverfisþjálfunar. 


Ávallt skal þó meta aðstæður og hvort hundur ráði við slíkt áreiti og tryggja þarf að hundur valdi ekki ónæði. Í slíkum tilfellum er mikilvægt að byrja umhverfisþjálfun í slíkum aðstæðum á minni skrefum.

Theodóra Róbertsdóttir, dýrahjúkrunarfræðingur

Theodóra Róbertsdóttir

Fyrirlesari kvöldsins var Theodóra, en Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt, aðaláhugasvið hennar liggur í næringu  hunda og katta ásamt því að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima.