Hlýðnikeppni Dýrheima!

maí 22, 2023 1 mínútur að lesa

Hlýðnikeppni Dýrheima var haldin þann 20. maí síðastliðinn, keppnin var haldin í æfingatilgangi fyrir hunda og leiðendur til þess að æfa hundana í nýjum aðstæðum og fá ráð varðandi framhaldið! Frábær skráning var og góð stemning á svæðinu. Stóðu hundar og leiðendur sig með stakri prýði, en það var Schäfer tíkin Eldey og Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir sem fengu flest stig eftir daginn! 

Stigahæsta par hlýðnikeppninnar.

Hlýðniþjálfun

Hvað er hlýðniþjálfun? Hlýðniþjálfun má í raun skipta í tvenns konar æfingarferli, annars vegar almenna hlýðniþjálfun til dagsdaglegrar umgengni og hinsvegar hlýðniþjálfun fyrir hlýðnipróf/keppnir. 


Hinn almenni hundur og eigandi hafa ávallt gott af því að stunda hlýðniþjálfun, en slíkt auðveldar eiganda að hafa stjórn á hundi auk þess að styrkja betur samstarf milli eiganda og hunds. 


Í hlýðniþjálfun fyrir hlýðnipróf stundar leiðandi og hundur æfingar sem teknar eru fyrir á prófum, t.d. hælgöngu, innkall, ásamt fleiri æfingum. Í slíkri þjálfun er lögð áhersla á vinnuvilja og samstarfsvilja með augnsambandi hunds og leiðanda. Hlýðnipróf eru svo haldin á vegum deilda HRFÍ þar sem hægt er að keppa til nafnbóta og titla. 

Sara Kristín fagnar góðu innkalli!
Tinna, Risa Schnauzer hleypur til eiganda síns