Barn og hundur - vel heppnað námskeið!

maí 03, 2023 1 mínútur að lesa

Það var ansi góð stemning á námskeiðinu "Barn og hundur" sem haldið var 29. apríl síðastliðinn. Námskeiðið var ætlað ungum hundaeigendum 8-12 ára þar sem þau æfðu hlýðniæfingar með hundunum sínum, undir stjórn Alberts hundaþjálfara, í þeim tilgangi að styrkja tengsl milli barns og hunds og styðja við áhuga yngri kynslóðarinnar á þjálfun. Frábær hópur ungra hundaeigenda mætti til leiks og stóðu sig með eindæmum vel. 

Samband barns og hunds

Það er magnað að sjá samband sem myndast getur milli barns og hunds, en samverustundir bæði í leik og þjálfun styrkja slíkt samband enn frekar. Hundarnir styðja þar við sjálfstraust og þroska barnsins með því að fylgja fyrirmælum barnanna. Við erum ákaflega stolt af þessum öfluga hóp sem þreytti námskeiðið og hlökkum til að sjá þau vonandi aftur!