Smáhundadagar í Garðheimum

mars 24, 2025 1 mínútur að lesa

Smáhundadagar

Smáhundadagar voru haldnir helgina 22.-23. mars í Garðheimum. Teymið okkar stóð vaktina um helgina og gátu gestir komið og fengið næringarráðgjöf hjá Theodóru dýrahjúkrunarfræðingi. Gestir gátu fengið prufur af Start of Life línunni frá Royal Canin. Glæsilegir smáhundar mættu og sýndu sig og var mikill fjöldi gesta á svæðinu sem kíktu í ráðgjöf og spjall.

Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur

Viðburðir

Ótrúlega skemmtilegir viðburðir þessir dagar sem haldnir eru í Garðheimum og hlökkum við til að sjá sem flesta á næstu viðburðum. Áherslan á básnum okkar var Start of Life línan frá Royal Canin en hún tryggir hvolpunum okkar besta mögulega upphaf lífsins og er sérsniðin að þörfum hvolpanna okkar upp allt vaxtaskeið þeirra. 

Tryggðu gott upphaf fyrir hvolpinn þinn

Vinsælasta fóður helgarinnar