Ársfundur og heiðrun Grefil- og Sporhundadeildar HRFÍ

febrúar 22, 2024 1 mínútur að lesa

"Stigahæstu hundar deildarinnar voru heiðraðir á fundinum ásamt stigahæsta ræktanda. Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn!"

Mavis, Karen og Borghildur
Stigahæsti hundur í grúbbu 6 var tíkin "Mavis" Black Majesty Shake It Off, eigandi Karen Ösp Guðbjartsdóttir

Grefil- og sporhundadeild HRFÍ hélt ársfunds sinn þann 22. febrúar á kaffihúsi Dýrheima. Á ársfundum er farið yfir almenn fundarstörf eins og ársskýrslu þar sem fram kemur allt um starfsemi liðins árs, kosið í stjórn og ýmis málefni rædd. Á kaffihúsinu var svo hægt að næla sér í dýrindis kaffibolla, drykki og léttar veitingar. Við óskum eigendum og ræktendum stigahæstu hundanna til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að fylgjast með á sýningum ársins.

Heiðrun Grefil - og sporhundadeildar hrfí

Grefil- og sporhundadeild ber ábyrgð á varðveislu og ræktun á þeim hundategundum sem tilheyra henni í umboði deildarinnar. Deildin heldur utan um viðburði fyrir meðlimi deildarinnar og árangur hunda innan hennar. Sigursælustu hundarnir og ræktandi ársins 2023 voru: 

Stigahæsti hundur í grúbbu 6: Black Majesty Shake It Off, eigandi Karen Ösp

Stigahæsti hundur í grúbbu 4: Kingsen's Finest Bassi, eigandi Sæunn Ýr

Stigahæsti öldungur: Kingsen's Finest Bassi, eigandi Sæunn Ýr

Stigahæsti vinnuhundur: DalmoIce And No More Shall We Part, eigandi Gróa Sturludóttir

Stigahæsti ræktandi: Edda's Saga, Edda Björk Arnardóttir

Fleiri myndir af viðburðinum

Heiðrun stigahæstu hunda 2023
Stigahæstu hundar og ræktendur fengu verðlaun frá Royal Canin og viðurkenningaskjöl.

Royal Canin