Deildarsýning Tíbet Spanieldeildar HRFÍ

janúar 21, 2023 1 mínútur að lesa

Deildarsýning Tíbet Spanieldeildar HRFÍ var haldin 20. janúar síðastliðinn

Sigurvegarar dagsins
Sigurvegarar dagsins þau Zaya og Nói sem bæði koma frá Tíbráar Tinda ræktun. Mynd: Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir

Sýningin hófst kl 13:00 en 38 tíbet spaniel hundar voru skráðir til leiks. Dómari sýningarinnar var Katriina Huhtinen frá Finnlandi en hún ræktar Tíbet spaniel hunda og er því sérfræðingur í tegundinni. 

Sýningin var haldin í sýningasal Hundaræktarfélagsins í Hafnarfirði.

Við óskum eigendum og ræktendum þessara fallegu Tíbet spaniel hunda hjartanlega til hamingju með árangurinn á sýningunni. 

Besti hundur sýningar var "ISJCH Tíbráar Tinda Zaya"

Kristín og tíbet spaniel voffi
      Myndir eftir Sóleyju Ósk Sigurgeirsdóttur
Freyja og Tíbet spaniel

Niðurstöður sýningar

Besti hundur sýningar
1. ISJCH Tíbráar Tinda Zaya
2. CIB CIB-V* NORDICCH ISCH ISVETCH RW-16 RW-23 NLM ISW-22-23 ISVW-22-23 Tíbráar Tinda Blue Poppy

Besti ræktunarhópur sýningar
1. Tíbráar Tinda ræktun

Besti ungliði sýningar
1. Suðurhjara DS' Jermaine Jackson

Besti öldungur sýningar
1. CIB CIB-V* NORDICCH ISCH ISVETCH RW-16 RW-23 NLM ISW-22-23 ISVW-22-23 Tíbráar Tinda Blue Poppy

2. CIB ISCH ISVETCH Falkiaros Just A Jewel For You

Besta ungviði sýningar
1. Sedalia's Angel of Mine
2. Sedalia's Darling Angel

Besti hvolpur sýningar
1. Tíbráar Tinda Sonam


Önnur verðlaun sem veitt voru: 

Bestu hreyfingar sýningar hlaut fallegi öldungurinn "Nói" CIB CIB-V* NORDICCH ISCH ISVETCH RW-16 RW-23 NLM ISW-22-23 ISVW-22-23 Tíbráar Tinda Blue Poppy

Besta höfuð sýningar hlaut fallegi öldungurinn "Rós" CIB ISCH ISVETCH Falkiaros Just A Jewel For You

Sýningarþjónusta dýrheima