Deildarsýning Tíbet Spanieldeildar HRFÍ var haldin 20. janúar síðastliðinn
Sigurvegarar dagsins þau Zaya og Nói sem bæði koma frá Tíbráar Tinda ræktun. Mynd: Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir
Sýningin hófst kl 13:00 en 38 tíbet spaniel hundar voru skráðir til leiks. Dómari sýningarinnar var Katriina Huhtinen frá Finnlandi en hún ræktar Tíbet spaniel hunda og er því sérfræðingur í tegundinni.
Sýningin var haldin í sýningasal Hundaræktarfélagsins í Hafnarfirði.
Við óskum eigendum og ræktendum þessara fallegu Tíbet spaniel hunda hjartanlega til hamingju með árangurinn á sýningunni.
Besti hundur sýningar var "ISJCH Tíbráar Tinda Zaya"